Rök Össurar fyrir því að sótt sé um aðil að ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var ekki í vandræðum með að færa rök fyrir því af hverju við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu.  Rökin eru þessi "...það er eftir svo miklu að slægjast".  Blaðamaður mbl.is virtist vera sáttur við svör Össurar, eins og allir ESB-sinnar, fleiri rök þarf ekki til.  Það er nefnilega það. 

Við eigum bara að sækja um ESB af því bara, vegna þess að Össur og Jóhanna segja það.

Hvílíkar rökfærslur, maður verður bara kjaftstopp, beygir sig í duftið og játar sig sigraðan.

Staðreyndin er að Sandfylkingin hefur aldrei verið þekkt fyrir rökfestu, en fylkingarfólkið dásamar innantómt orðaflaum og froðusnakk forystu fylkingarinnar.  Fylkingin hefur aldrei, frekar en aðrir ESB-sinnar getað útskýrt af hverju við ættum að sækja um aðild að ESB. 

Af hverju hefur enginn getað sagt af hverju við eigum að ganga í ESB annað en að segja "af því bara" ?  Hvar eru rökin ?

Ríkisstjórnin, með Steingrími Vinstri græna innanborðs, leggur fram "þingsályktunartillögu" um að sótt skuli um aðild að ESB, án þess að færa rök fyrir því af hverju sækja beri um aðild.  Nú er Steingrímur kominn í vond mál í eigin flokki, flokkinum sem hann stofnaði, vegna þess að flokksmenn eru ósáttir við að sótt sé um aðild að ESB, en Steingrímur er tilbúinn að beygja sig í duftið fyrir Jóhönnu, eða er það fyrir ráðherrastólinn ?

Er að furða að álit útlendinga á íslendingum sé lítið ?  Þeir hlægja að okkur.

 


mbl.is Rökstuðninginn skortir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Hvað er að því að kanna málið?? Við eigum síðasta orðið í þjóðar atkvæðisgreiðslu. Og útlendingar hlóu að Geir og þeim sem stjórnuðu áður ekki minna, því miður.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.5.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er með eindæmum hvað fólk veit lítið um ESB, eða fyrir hvað ESB stendur.  Með því að ganga í sambandið erum við ekki endilega að tengjast viðskiptasamböndum, við værum að leggja fullveldi þjóðarinnar í hendur annarra, það er heila málið.  Það tók okkur mörg hundruð ár að öðlast fullveldi úr höndum "frændþjóða" okkar, við ætlum síðan að afhenda það öðrum á silfurfati á innan við hundrað árum.  Er fullveldi okkar einskis virði ?  er lýðræði þjóðarinnar bara eitthvað grín ?

Spurningin er ekki hvað við fáum úr aðildarviðræðum, það hafa margar þjóðir farið þá vegferð.  Heldur fólk virkilega að við fáum betri samninga en aðrir ?  hvaða heimska er þetta ?  Okkur verður ekki tekið fagnandi og okkur færð sérkjör vegna þess að við erum svo spes.  Við munum ekki fá neinn betri samning en aðrir.  Við verðum bara hornreka eins og Írar, Portúgalar, Grikkir, Spánverjar, A-Evrópuþjóðirnar og margar aðrar þjóðir.  Kærum við okkur um slíkt ?  ég held ekki.

Það er ekki eftir neinu að slægjast í ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.5.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 71
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 167263

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband