14.5.2009 | 10:58
Hvað er málið Jóhanna ? ? ?
Nú þegar ríkisstjórnin undirbýr sig við að leggja fram "þingsályktunartillögu" um aðildarumsókn að ESB er allt leyndó, almenningur má ekki vita hvað ríkisstjórnin er að bauka.
Hvað hefur orðið af gagnsæinu sem Jóhönnu hefur svo oft talað um eða að hafa allt uppi á borðinu. Af hverju sýna þau ekki á spilin sem þau eru með á hendi ? er það vegna þess að þau hafa engin tromp ?
Ég held að Jóhanna ætti að hætta öllu froðusnakki, hún er margbúin að sýna fram á, alveg frá því í byrjun febrúar, að það er ekkert að marka hana. Hún notar frasa sem engin meining er í.
Hvernig væri nú að leggja af ESB-þráhyggjuna og fara að snúa sér að alvöru málum, málum er snúa að fyrirtækjum og heimilum, þeim til bjargar og þar með þjóðinni allri.
Svona leynimakk, eins og ríkisstjórnin hefur viðhaft síðustu mánuði er ekki til að auka trúverðugleika þeirra sem í stjórninni sitja, þvert á móti veldur það óróleika og spennu í þjóðfélaginu sem að lokum gæti breyst í uppreisn. Fólk er ekki tilbúið að láta bjóða sér hvað sem er, margir eru nú þegar búnir að fá nóg.
Það eina sem stendur í vegi fyrir annarri búsáhaldabyltingu er sú staðreynd að vinstri öflin sem stóðu að búsáhaldabyltingunni í vetur voru/eru öfgafullir óróaseggir, en almenningur í landinu er friðelskandi fólk sem vill gefa aumum stjórnmálamönnum endalaus tækifæri til að bæta sig, en sú þolinmæði gæti, fyrr en síðar, tekið enda.
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú dræpir þig fyrir Bjarna Ben
Jóhann Frímann Traustason, 14.5.2009 kl. 12:49
Kæri Jóhann, það er ekki í þágu Bjarna Ben að ég krefst þess að Jóhanna og co. standi við það sem lofað er, þ.e. gegnsæi og fá hlutina upp á borð. Það er heldur ekki í þágu Bjarna Ben að ég vil hafa eitthvað um framtíð mína og þjóðar minnar að segja og krefst þess að lýðræði sé virt. Með froðusnakki sínu getur Jóhanna ekki sannfært mig um að hún sé að vinna að þjóðarheill á meðan hún reynir að þvinga ESB upp á okkur.
En það er ekki verra ef Bjarni Ben er mér sammála og ég held að hann sé ekki einn um það.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.5.2009 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.