Olli Rehn and his big mouth

Ég held að þessi Olli Rehn ætti að fara að halda sér saman.  Þó hann sé stækkunarstjóri ESB þá kemur honum hreint ekki við hvort við, Íslendingar, eða norðmenn sækjum um aðild að ESB eða ekki.  Hann ætti að hafa vit á því að halda sig til hlés og bíða þess sem verða vill.

Hann talar um "...afar sterka lýðræðishefð..." á Íslandi.  Það er rétt hjá honum, en nú vill hann að við leggjum þá dýrmætu hefð okkar á altari ESB-guðsins í Brussel og fórnum henni þar.  Blóði íslensku þjóðarinnar verði síðan helt yfir altarið um leið og lýðræðið brennur upp til agna.

Ég sé ekki að hægt sé að líkja aðildarviðræðum við maraþonhlaup eins og hann gerir, heldur má líkja því við þrælasölu, þar sem þrælarnir, íslenska þjóðin, fær engu ráðið um framtíð sína, heldur verður að lúta eigandanum, harðstjóranum í ESB.

Afskipti Olli Rehn af íslenskum og norskum innanríkismálum er óþolandi.  Að við skulum þurfa að þola slíka afskiptasemi embættismanns sambandsins meðan við erum utan ESB, hvernig haldið þið að það verði þegar búið verður að troða okkur inn í skrímslið ?  Það sem þessir fantar leyfa sér gagnvart þjóðum sem ekki eru í sambandinu getum við rétt ímyndað okkur að það verður síður en svo skárra þegar við höfum verið innlimuð í apparatið.

ESB, NEI TAKK


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 167277

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband