Tvískinnungur forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þykist ætla að "auka" lýðræðið með því að koma á persónukjöri við kosningar til sveitastjórna og þingkosninga.  Einnig ætlar hún að "auka" lýðræðið með því að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslur.  En þegar kemur að því að þjóðin vill fá að kjósa um hvort sækja eig um aðild að ESB, einhverju ólýðræðislegasta sambandi sem til er, þá er eins og þjóðinni komi það ekki við, þá er tónninn í Jóhönnu allt annar. 

Hvað síðan með lýðræðið í ESB ? þar er því ekki að heilsa að fólk fái að kjósa um eitt eða neitt.  Ef einhverri þjóðstjórninni innan sambandsins dettur í hug að fara eftir lögum og stjórnarskrá síns lands og viðhefur kosningar og útkoman er ESB ekki að skapi þá er kosið aftur og aftur þangað til "rétt" niðurstaða fæst.  Lýðræði er ekki til í ESB nema að nafninu til og er það í takt við lýðræði Jóhönnu, eða öfugt.

Jóhönnu virðist það ekki tiltökumál lýðræðishallinn í ESB, inn skulum við samt og á sama tíma talar hún um "aukið" lýðræði hér á landi.  Hvað gengur henni og Sandfylkingunni til með þeim yfirgangi sem þau sína íslensku þjóðinni ? 

Það er ekki hægt að taka þessa konu alvarlega, hún er einhver mesti lýðskrumari sem uppi hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað.

 


mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Hvernig veistu fyrir víst að kosið yrði aftur þangað til "rétt niðurstaða" fæst?

Hvers vegna finnst þér ólýðræðislegt að allt alþingi skuli kjósa um aðilarumsókn og þjóði síðan um inngöngu

Finnst þér persónukjör ekki vera aukið lýðræði? Ef ekki, hvers vegna?

Kristján Hrannar Pálsson, 13.5.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Kristján, í jafn stóru og umdeildu máli og ESB-málið er þar sem fullveldi þjóðarinnar er í húfi má ekki leika nokkur vafi á um hver vilji þjóðarinnar er.  Þjóðarviljinn birtist ekki á þingi þegar að þessu máli kemur þar sem ekki var verið að kjósa um það við síðustu þingkosningar.

Staðreyndin er sú, ef þú hefur fylgst með, að Írar kusu ekki rétt og eiga því að kjósa aftur, frakkar og hollendingar kusu ekki rétt, en fá ekki að kjósa aftur heldur verða þjóðþing þeirra knúin til að kjósa rétt fyrir þjóðir sínar.  Þetta er lýðræðið í ESB, svona lítur það út og hef ég fyrir mitt leiti ekki nokkurn áhuga á að taka þátt í slíku.  Veit ég um fjölda annarra sem eru sama sinnis og ég, en svo virðist að Sandfylkingin ásamt nokkrum fleirum ætli með offorsi að þvinga íslenska þjóð inn í ESB og notast við sama "lýðræðið" og fyrirfinnst í sambandinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.5.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 165629

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband