Samanburðarspeki Eiríks Bergmann

Heldur Eiríkur Bergmann virkilega að ESB sé sama og EFTA ?  Að maðurinn skuli leyfa sér að leggja að jöfnu ESB og EFTA er alveg ótrúlegt.  Þetta sýnir enn og aftur hvílíkan blekkingarleik Sandfylkingin er tilbúin að leggja út í til að ná sínu fram.

Fríverslunarsamband þar sem sjálfstæðar þjóðir gera með sér samkomulag um að viðskipti skuli vera með tilteknum hætti, annarsvegar og hinsvegar samband þjóða þar sem allir verða að lúta lögum og reglum æðstu stofnunar sambandsins, er tvennt ólíkt.

Blekkingarleik Sandfylkingarinnar varðist engin takmörk sett.  Við getum verið viss um það að eftir "umsóknar og samnings ferlið" mun Sandfylkingin leggjast á eitt að dásama "samninginn" og telja þjóðinni trú um að við höfum ekki efni á að hafna honum. 

Sandfylkingin ætlar að koma okkur inn í skrímslið sama hvað það kostar. 

Þeim er ekki treystandi !!!!!

 


mbl.is Svipuð aðferð og við inngönguna í EFTA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hold your horses Tommi...

Maðurinn er einfaldlega að benda á að þegar gengið var inn í EFTA var lögð fram þingsályktunartillar einsog nú á að gera. OG þá voru reyndar Sjálfstæðismenn í stjórn ásamt forvara sandfyllingarinnar, Alþýðuflokki. Ekki þótti nú ástæða til að gera meira veður út af því enda ekki verið að framselja fullveldið nema í tollalegum skilningi.

Svo er nú gaman að segja frá því að einmitt sá sami Sjálfstæðisflokkur með fulltingi Krata framseldi svo sjálfstæði Íslendinga að stórum hluta í formi löggjarvalds og dómsvalds með EES samningnum og virtist ekki sjá neina sérstaka ástæðu til að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið.

Það er eiginlega bráðfindið að flokkur sem kallar sig Sjálfstæðisflokk skuli hafa samið um að taka þátt í evrópusamvinnunni og selja sig að stóru leiti undir Evrópsk lög og þverneita að hafa áhrif á lögin sjálf. 

Nú eins og þá í fyrri skipti sem við göngum til enn nánari samvinnu við Evrópu munu víðsýnir menn í Sjálfstæðisflokki, Krataflokki og öðrum flokkum fagna því að komast að því hvernig samningurinn gæti litið út.

Nema hvað í þetta skiptil fær öll þjóðin að greiða atkvæði um málið og einangrunarsinnar geta barist um á hæl og hnakka við að telja okkur hughvarf. Hér ríkir jú málfrelsi og LÍÚ og kanski einhverjir fleiri ausi peningum í þá svo þeir verði áberandi í umræðunni

Sævar Finnbogason, 11.5.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Reyndar er nú aðeins lítill hluti löggjafar Evrópusambandsins sem Ísland þarf að taka upp vegna EES-samningsins samkvæmt úttekt skrifstofu EFTA í Brussel frá 2005.

Með "einangrunarsinnar" áttu væntanlega við þá sem vilja einangra okkur í áhrifleysi í miðstýrðu, ólýðræðislegu tollabandalagi.

Og hverjir eru þessir við? Síðast þegar ég vissi var ca. helmingur landsmanna á móti inngöngu í Evrópusambandið og helmingur með.

:)

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 18:32

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sævar ég tek undir það að með EES-samningnum var gengið allt of langt í að þóknast ESB-ríkjunum og hefur það kostað allt of mikið.

Hvað LÍÚ varðar þá hafði ég ekki hugmynd um að þeir væru að ausa fé í ykkur einangrunarsinna í ESB, ég hefði frekar haldið að þeir væru á móti ESB eins og ég og helmingur þjóðarinnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.5.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Nei Hjörtur, með einangrunarsinnum á ég við þá sem vilja ekki aðildarviðræður sem myndu leiða fram samning sem fólk æti tekið afstöðu til í staðin fyrir að þvarga fram og til baka um getgátur.

Ég notað orðið VIÐ í staðin fyrir Íslendingar. Ég get auðvitað reynt að skýra það hugtak frekar ef þú vilt snúa út út því

Og Tommi: Sævar ég tek undir það að með EES-samningnum var gengið allt of langt í að þóknast ESB-ríkjunum og hefur það kostað allt of mikið.

Ég myndi nú fara varlega í að kenna EES samningnum um að hvernig fór fyrir bankakerfinu hér, og þess vegna ættum við ekkert með EES eða ESB að gera. Það er svona eins og að ætlast til þess að nú förum við að nota öll gangandi allra okkar ferða af því að nokkrir kunna ekki með bíla að fara og og einhverjir misvitrir ráðamenn skipuðu lögreglunni að fylgjast ekki með umferðinni.

Það hefur kanski farið framhjá öllum núverandi sjálfstæðismönnum og hinum sem eru bara í fríi þessar einu kosningar að stjórnvöld hér höfðu öll tækifæri til að setja reglur og fylgja þeim eftir sem þó voru til staðar. Þetta er hlutur sem ég ráðlegg mönnum að gera sér grein fyrir hvað svo sem verður með ESB. 

Menn í viðskiptalífinu hegðuðu sér á óábyrgan hátt og stjórn landsins er aðhlátursefni út um allann heim. Það er að verða deitt og hálft ár síðan helstu vinaþjóðir okkar voru byrjaðar að segja stjórnvöldum hér að þetta væri búið. ENGINN GERÐI NEITT Í MÁLINU.

Sævar Finnbogason, 11.5.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég get að mörgu leiti tekið undir með þér Sævar að stjórnvöld brugðust og skortur var á reglugerðum sem héldu mönnum á jörðinni.  Hitt er annað mál að við höfum verið þvinguð í gegnum EES samninginn hans Jóns Baldvins að taka upp ýmis lög og reglur ESB sem hafa ekki þjónað íslenskum hagsmunum.  Hvernig heldurðu að það verði þegar við með eitt atkvæði á móti mörg hundruðum ætlum að beita okkur til að verja okkar eigin hagsmuni á móti hagsmunum meginlandsins ?  Ég hvorki treysti ESB eða forkólfum Sandfylkingarinnar til að verja hagsmuni okkar inni í apparatinu stóra.

Því segi ég: NEI við ESB og þarf ekki að skoða það frekar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.5.2009 kl. 09:45

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sævar:
Þér er auðvitað frjálst að hafa þína sýn á hugtakið "einangrunarsinni" en það er alveg ljóst að það á síður við þá sem vilja samskipti og viðskipti við allan heiminn á jafnréttisgrunni en þá sem vilja binda okkur í áhrifaleysi á klafa erlends skriffinskubákns og tollabandalags.

Þú þarft alls ekki að ómaka þig við að útskýra fyrir mér hugtakið "Íslendingar" en þú mættir hins vegar útskýra fyrir mér í hvaða umboði þú telur þig geta talað hér fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar?

Ég hef alltaf lúmskt gaman af þeim sem telja sig geta talað í algeru umboðsleysi fyrir hönd þjóðarinnar. Síðast þegar ég vissi sýndu skoðanakannanir að u.þ.b. helmingur kjósenda þessa lands væru á móti inngöngu í Evrópusambandið og álíka margir hlynntir henni.

En þú telur kannski að þeir sem eru á móti séu bara alls ekki hluti af þjóðinni?

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.5.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 165287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband