Mister Brown

Ég held að Mr. Brown (Hr. Brúnn) beri nafn með rentu þessa dagana, hann er búinn að gera langt upp á bak og er í djúpum skít.  Hr. Brúnum finnst við hæfi að sparka í íslenska þjóð þar sem hún liggur flöt eftir áföllin sem á henni hafa dunið, slíkt hefur ekki þótt karlmannlegt hingað til.  Vandræðagangur Hr. Brúns er ekki hvað síst honum sjálfum að kenna, hann er búinn að klúðra efnahag bresku þjóðarinnar og svo eru líkur á að hann hafi með vafasömum hætti fengið fé frá breska ríkinu fyrir sjálfan sig og/eða bróður sinn.

Hins vegar held ég að Hr. Brúnn sé ekki alveg að fara með rangt mál þegar hann segist vera að ræða við AGS um endurgreiðslur íslensku þjóðarinnar til Breta vegna IceSave, þó hann hafi ruglast á Landsbankanum sem er á ábyrgð íslenskra aðila og Kaupþingsbankanum sem er á ábyrgð breska ríkisins.

Hvort Össuri takist að beina athyglinni að klúðri Hr. Brúns og frá þumalskrúfu AGS á íslensku þjóðina, verður að koma í ljós, en krafa íslensku þjóðarinnar er að ríkisstjórnin með Jóhönnu, Össur og Steingrím J. segi þjóðinni allan sannleikan um AGS, kröfu hans á íslendinga og stöðu okkar gagnvart IceSave málinu.  Þau verða einnig að gera sér grein fyrir því að íslenska þjóðin mun ekki líða það að hún verði látin borga skuldir óreiðumanna.

 


mbl.is Boðar sendiherra á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Vona að ESB sinnar sjái nú hvað það er heimskulegt að fara í eina sæng með Tjöllum og co.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.5.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Það væri nú í lagi að hræða Brown með því að mæta honum með flotta vatnsbyssu. Karlgreyið þekkir ekki muninn á alvöru byssu og vatnsbyssu og þá væri nú tilganginum náð að hræða hann aðeins.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.5.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband