Er þumalskrúfa AGS til góðs ?

Er það til góðs að AGS setji þumalskrúfu á okkur íslendinga ?  er sú aðgerð til þess að hjálpa okkur eða einhverjum öðrum ?  er með þeirri aðferð verið að hjálpa íslenskri þjóð út úr þeim erfiðleikum sem hún er komin í ?  eða er verið að vernda hagsmuni annarra ?

Íslenska þjóðin hefur ekki fengið að vita hverjir skilmálar AGS eru, en hún á að taka fullan þátt í þeim aðgerðum sem lagðar eru á hana.  Við skulum ekki gleyma því að AGS hefur skilið eftir sig sviðna jörð þar sem hann hefur komið að málum, verður það nokkuð öðruvísi hér ???

Um allan heim eru lánadrottnar að taka á sig miklar afskriftir vegna vanhugsaðra útlána þeirra.  Er nokkuð óeðlilegt að þeir taki á sig helming eða að fullu þau vanhugsuðu útlán sem þeir veittu íslenskum útrásarvíkingum.  Það er ósanngjarnt að láta íslenskan almenning taka á sig skuldbindingar víkinganna.

Þegar ég tek lán ætlast ég ekki til að nágranni minn, sem hvergi kom nærri, borgi fyrir mig.  Ég er hræddur um að það yrði talið óréttlátt ef nágranni minn yrði krafinn greiðslu vegna þeirra skuld sem ég hef stofnað til og ég hef ekki getað borgað.  En nú er íslenska þjóðin krafin um greiðslur vegna skulda sem hún stofnaði aldrei til og hverjir eru það sem ætla að þvinga þjóðina til að borga ?  AGS og ESB.

Þurfum við ekki að fara að skoða þessi mál upp á nýtt og segja: hingað og ekki lengra.

 


mbl.is Þumalskrúfur og vinarklær AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AGS er alþjóða-Intrum, ekki hjálparstofnun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þér að flestu eða jafnvel öllu leyti,þetta á að vera uppí áborðinu allir skilmálar þarna,svo annað að við getum aldrei borgað þessar skuldir allar/ við verum að fara að vita meira en i dag,þessi stjórn var mynduð með allt uppí á borðum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.5.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Það er eitthvað í samningum við AGS sem við getum örugglega ekki sætt okkur við og er reynt að fela fyrir okkur.

AGS er ekki hjálparstofnun en þar sem þeir hafa komið að málum hefur ekki verið glæsilegt. Þeir hafa nefnilega skilið eftir sig sviðna jörð. Þannig að það er ekkert skrítið að við séum mörg með áhyggjur af þumalskrúfu AGS.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband