Fjármálaráðherrar ESB-ríkja segja botninum sé náð

Á sama tíma og fjármálaráðherrar ESB-ríkja segja að botninum sé náð eru spár uppi um að niðursveiflan í ár verði helmingi meiri en áður hefði verið áætlað og atvinnuleysi mun meira.  Á næsta ári mun niðursveiflan halda áfram og fjölgun þeirra sem verða atvinnulausir.  Björgulegt það, eða hitt þó heldur. 

Neyðarsjóður sem settur var á stofn s.l. haust til að bjarga ESB-ríkjum í neyð hefur nú verið tvöfaldaður, fór úr 25 milljörðum evra í 50 milljarða.  Hverjir eru það sem leggja til fé í þennan sjóð ?  jú, það eru ESB-ríkin sem flest eru komin að fótum fram og hafa ekki efni á að borga.

ESB-ríkin eru iðin við að segja þegnum sínum að allt sé í himna lagi, en á sama tíma eru blikur á lofti sem segja annað.  Útlitið í ESB-löndunum er síður en svo gott.  Allt bendir til þess að kreppan í Evrópu eigi eftir að dýpka enn frekar.  Þegar það gerist og fólk hefur ekki lengur til hnífs og skeiðar þá er voðinn vís.  Þá er hætta á því að það sem ESB var upphaflega stofnað til, þ.e. að koma í veg fyrir stríð í Evrópu, muni einmitt gerast.  Þá er ég ekki endilega að tala um stríð milli ríkja innan ESB, heldur stríðsástand í ríkjunum sjálfum.

Það yrði hræðilegt og vona ég svo sannanlega að það komi ekki til slíks.

 


mbl.is ESB tvöfaldar björgunarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 164986

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband