Útrás víkinganna

Á meðan útrásarvíkingarnir eru ýmist að sóla sig á hvítum ströndum Tortilla-eyja, eða sötrandi dýr vín á svítum rándýrra hótela stórborganna, keyrandi um á eðalvögnum sem meðaljóninn lætur sig ekki einu sinni dreyma um að aka, eða lætur sér líða vel í penthouse íbúðinni sinni í dýrasta hverfi stórborgar, nú eða siglir um hin víðu höf í glæstum snekkjum, þá eru það hinir atvinnulausu og þeir sem hafa tekið á sig launaskerðingu, þeir sem dirfðust að kaupa þak yfir höfuðið eða keyptu sér ökutæki til að komast leiðar sinnar sem þurfa nú að halda víkingunum uppi. 

Ekki má hrófla við víkingunum, þeir eru friðhelgir, á meðan er það almenningur á Íslandi, sem blæðir.  Almenningur má ekki hætta að greiða af lánum sínum því þá gæti farið svo að víkingarnir hafi ekki nóg fyrir sig, það yrði skelfilegt.  Aumingjans mennirnir yrðu að taka upp á því að kaupa sér ódýr vín í staðin fyrir hin dýru, vinir stjórnmálamanna, lögfræðinga og dómara.  Maður getur ekki hugsað þá hugsun til enda, hvar myndu blessaðir mennirnir lenda ef allt færi á versta veg bara vegna þess að íslenskur almenningur er svo ósvífinn að heimta af þeim nokkra milljarða.

Aumingja Jón Ásgeir sem hefur losað nokkra sparisjóði við óæskilegt fé sitt með því að flytja það úr landi svo það væri nú ekki að þvælast fyrir neinum.  Það yrði nú svakalegt ef hann þyrfti að fara að lifa af eigin fé, bara vegna þess að íslenska þjóðin tæki upp á því að arðræna hann af því sem hann var búinn að losa þjóðina undan.

Það er með eindæmum hvað almenningur á Íslandi er heimtufrekur, að hann skuli ekki bara sætta sig við það að vera tuskan undir fótum víkinganna, stjórnmálamannanna og vina þeirra, það er bara eins og fólk haldi að það geti lifað sjálfstæðu lífi án tillits til Elítunnar.

Enn sú ósvífni !!!  Blush

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 164950

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband