Er verið að hvetja fólk til greiðsluverkfalls ?

Steingrímur J. virðist halda að verið sé að hvetja fólk til greiðsluverkfalls, en staðreyndin er sú að fólk sem getur ekki borgað borgar ekki og enn aðrir sem upplifa að brotið hafi verið á þeim, fyrst og fremst af hálfu bankanna, er að gefast upp á að borga.  Fasteignasalar og bílasalar otuðu erlendum lánum að fólki ásamt bönkunum.  Fasteignasalar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja, beint og óbeint með því að tala fasteignaverð upp úr öllu valdi og þar með eiga þeir mikinn þátt í því að hafa komið fasteignamarkaðnum í þær ömurlegu hæðir sem hann komst í.

Fólk missti sig í neyslunni, það er staðreynd.  Það tóku flestir ef ekki allir þátt í því að einhverju leiti, hvort sem menn viðurkenna það eða ekki, við vildum öll vera með.  En það rýrir ekki þá staðreynd að heimilin eru kominn í þvílíkan vanda að ekki verður framhjá því litið lengur.  Samt sem áður, þó að Steingrímur segist skilja stöðu fólks, þá er ekki hægt að sjá það á verkum hans eða samstarfsmanna hans í ríkisstjórn.  Ríkisstjórnin vill bara að almenningur haldi áfram að láta valta yfir sig og láta það gott heita.

Hvað varð um jafnaðarmennskuna, samkenndina, félagshyggjuna ?  eru þessar upphrópanir vinstrimanna foknar út í veður og vind ???  Hvar er samhjálpin ???  Hún finnst ekki hjá Vinstri grænum, hún finnst ekki hjá Sandfylkingunni, flokkunum sem notað hafa þessi hugtök mest og stært sig af hugtökunum.  Það er ekki nóg að nota fögur orð ef athafnirnar fylgja ekki með.

Sagt er að kínverskt spakmæli hljóði svo:  "Verk þín tala svo hátt að ég heyri ekki hvað þú segir".  Það má snúa þessu upp á ríkisstjórnina og segja:  "Athafnaleysi ykkar talar svo hátt að við heyrum ekki hvað þið segið".

Í þrjá mánuði hefur ríkisstjórnin verið við völd, hún var mynduð til að slá "skjaldborg um heimilin og bjarga fyrirtækjunum".  Hverjar hafa efndirnar verið ?  Í dag hrópar landslýður eftir aðgerðum, fólkið kallar á hjálp, en ráðherrarnir í sínum fílabeinsturni heyra ekki, sjá ekki og er alveg sama.  Ríkisstjórnin er ráðalaus, hún hefur engin úrræði og allar raunhæfar tillögur sem koma á þeirra borð eru afgreiddar sem arfavitlausar.  Þessi ríkisstjórn á eftir að verða dæmd og kölluð Hin arfavitlausa ríkisstjórn !!!

 


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég vil kalla þessa andvana fæddu ríkisstjórn Vofuna eða Uppvakninginn enda verður hún aldrei annað!

corvus corax, 4.5.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Tómas, þú & Corvus corax farið ávalt á kostum...! Hjartanlega sammála allri þeirri speki sem kemur frá ykkur.  Nú sýnist mér þessi heimska ríkisstjórn ætla að reyna að "tala samfélagið upp" - það var reynt með bankakerfið, glæpsamlega vitlaust - þeir sem segja SANNLEIKANN eru hins vegar að tala eitthvað niður, ótrúlegur húmor.  Þetta stjórnmálalið er bara DRASL, vil ekki upplifa sannleikann, eins og strútur, stingur bara hausnum í sandinn, og svo þegar hausinn kemur upp þá "vona þau að þetta reddist - þetta líður vonandi hjá - við skulum vona það besta....!"  Það fer verður hugsanlega að setja LÖG sem banna SAMSPILLINGUNNI og vissum útbrunnum stjórnmálamönnum eins og Steinríki að koma nálægt stjórnmálum það sem eftir er ævinnar.  Það er afrek að vera upp í brú þjóðarskútunnar SOFANDI einu sinni, en að taka upp á því í annað sinn er auðvitað afrek sem seint verður leikið eftir í þessu sólkerfi....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 164950

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband