3.5.2009 | 21:22
Gylfi Magnússon er ekki með á nótunum
Í frétt á mbl.is segir: "Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir varla hægt að hugsa sér hvað því fólki gangi til, sem hvetji annað fólk til að hætta að borga af lánunum sínum. Slíkt geti í langflestum tilfellum ekki þjónað hagsmunum annarra en innheimtulögfræðinga."
Fyrirsögn fréttarinnar segir svo: "Flestir geta staðið í skilum". Það má vel vera að flestir geti staðið í skilum, en það eru mjög margir og þeim fer fjölgandi sem geta ekki greitt af lánum sínum. Aðrir eru þeir sem sjá ekki lengur ástæðu til að greiða af lánum sínum, þar sem þeim er misboðið af lánastofnunum og ekki síður af ríkisstjórn Íslands. Ráðherrarnir koma fram við þjóðina af þvílíkum hroka að fólki er nóg boðið.
Það er kominn tími til að ráðherrar og þingmenn fari að vakna og sinna þjóðinni, fólkinu í landinu og þeim vandamálum sem heimili og atvinnuvegir landsins eru að glíma við, hætta að stinga hausnum í sandinn, lokandi augum og eyrum fyrir ákalli þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin og Alþingi Íslendinga verður að fara að vinna og það strax. Aðgerðir hingað til eru ekki að skila neinum árangri, ríkisstjórnin verður að fara að opna augun.
Ef við fáum yfir okkur annað hrun eins og ýmsir eru að spá fyrir um, þá verður það hrun á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar, þá dugar ekki að benda á þá sem voru við völdin fyrir tíð minnihlutastjórnarinnar.
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 1
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 334
- Frá upphafi: 165264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 217
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil ekki í hverju hrokin felst ! Er ekki verið að segja að fólk sem er í greiðsluerfiðiðleikum eigi að semja við lánadrottna um hvernig best sé að borga af skuldum sínum. Hvað er svona hrokafullt við það ? Er það virkilega hroki að halda staðreyndum á lofti því að það segir sig sjálft að innheimtulögfræðingar fá mikin pening ef fólk fer í þrotaskipti með þessum hætti. Ég held að Gylfi sé ekki að segja neitt rangt .... bara að fara með staðreyndir.
Brynjar Jóhannsson, 4.5.2009 kl. 02:52
Fólk sem varla hefur nóg til að fæða sig og sína, hefur ekkert afgangs til að borga skuldir. Þessi hópur fer sífellt stækkandi. Auk þess eru margir sem finnst það beitt órétti með því að þurfa að borga háa vexti, verðtryggingu sem fór fram úr öllu hófi og ég tala ekki um þá sem eru með lán bundin erlendri mynd. Gylfi og öll ríkisstjórnin virðist ekki sjá alvarleikann í málinu.
Svo gæti farið að Gylfi verði í þeim sporum sem ráðherrar fyrri ríkisstjórnar, þ.e. þeirrar sem hrökklaðist frá í vetur, að þurfa að horfa uppá fólk safnast saman berjandi potta og pönnur og krefjast þess að vanhæf ríkisstjórnin víki. Þá mun einhver taka þá stöðu sem Gylfi var í á Austurvelli og peppa liðið gegn Gylfa og co.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.