Gylfi Arnbjörnsson og ESB

Er Gylfi Arnbjörnsson virkilega tilbúinn að fórna öllu því sem áunnist hefur í baráttu verkalýðs-félaga í gegnum tíðina með því að ganga í ESB.

Það er ótrúlegt að hann skuli leyfa sér í nafni ASÍ að tala á þeim nótum að ESB muni bjarga öllu hér á landi.  Hann þykist hér tala fyrir meirihluta aðila að sambandinu, en staðreyndin er sú að meirihluti ASÍ meðlima er andvígur inngöngu í ESB. 

Talandi um lægri vexti, þá skal á það minnt að flokksformaður Gylfa í Sandfylkingunni kom því til leiðar að norskur Sandfylkingarmaður var ráðinn Seðlabankastjóri og er það í hans hendi að lækka vextina svo um munar, það þarf ekki að ganga í ESB til þess.

 


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi Gylfi er ótrúleg útgáfa af verkalýðsleiðtoga. Hann veður fram af ofstæki hins sann-trúaða og skeytir engu um viðhorf meirihluta þeirra sem hann er að vinna fyrir.

Þar að auki er hann hagfræðingur, sem gerið bullið um ESB ennþá verra. Eins og þú nefnir Tómas, er engin þörf á ESB-aðild til að lækka vexti.

Sama á við um matvælaverð, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Allt þetta er mögulegt með gömlu Krónunni og öruggt með upptöku sterks innlends gjaldmiðils undir stjórn Myntráðs.

Fastgengi undir stjórn Myntráðs og Bandaríkjadalur sem stoðmynt er eina fyrirkomulagið sem örugglega færir okkur það ástand sem Gylfi er að óska eftir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.5.2009 kl. 20:05

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er deginum ljósar að umsókn um ESB er eina færa leiðin út úr þeirri klemmu sem íslenskt samfélag er í núna. Gylfi Arnbjörnsson er einn af þeim sem gerir sér mjög vel grein fyrir þessu. Hann er líka að fylgja eftir samþykkt Ársfundar ASÍ 2008 og sú ályktun var áréttuð á Aukaársfundi ÁSÍ 2009. Þessi staðreynd er öllum ljós sem horfa með opnum augum á ástandið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.5.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hólmfríður, hvernig má það vera að þrátt fyrir þessa miklu áherslu Sandfylkingarinnar á að við göngum í ESB þá á fylkingin í mesta basli með að útskýra hvernig aðild að ESB muni bjarga íslensku þjóðinni.  Í öðru lagi Hólmfríður, ertu ekki að rugla saman fundum ASÍ við fundi Sandfylkingarinnar ?  Ég hef aldrei heyrt verkalýðinn sem er aðili að ASÍ á einn eða annan hátt lýsa yfir áhuga á ESB aðild.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 165922

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband