ESB heilaþvottur Sandfylkingar heldur áfram

Þrátt fyrir að Sandfylkingin hafi ekki bætt við sig nema þeim þrem prósentum sem Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar kom með inn í fylkinguna, telur fylkingin sig vera sigurvegara kosninganna.  Hvílík fásinna !!  SF telur sig hafa aukið umboð til ESB umsóknar.  Össur Skarphéðinsson er ötull við að túlka orð annarra og úrslit kosninga þótt hann hafi ekkert fyrir sér nema hans eigin óskhyggju.

Í þættinum Silfur Egils á RÚV í dag tók Össur að sér að túlka orð Ögmundar Jónassonar, sem sat honum við hlið og ESB sinnin Egill Helgason gaf Ögmundi ekki tækifæri á að útskýra sitt mál, en Egill og fréttamenn yfirleitt gera þetta iðulega.

Sigurvegarar kosninganna VG sem bættu við sig 7,4% og 5 þingsætum unnu fyrst og fremst vegna andstöðu þeirra við ESB aðild.  SF sem er eini ESB flokkurinn bætir engu við sig, nema fylgi Ómars Ragnarssonar, telur sig vera sigurvegara og vill á þeirri forsendu ganga til aðildarviðræðna og áfram halda þeir heilaþvottinum gangandi og reyna að sannfæra fólk um að það vilji ganga í ESB.  Staðreyndin er sú að almenningur vill ekki ganga í ESB, skoðanakannanir sýna að þjóðin er andvíg aðildarviðræðnum.  Það er sama hversu mikið SF ber hausnum við steininn, þeir verða bara ringlaðri og fá að lokum alvarlegan hausverk.

Í þætti sjónvarpsins eftir fréttir komu forystumenn stjórnmálaflokkanna saman og það sem vakti athygli mína var viss pirringur á milli Jóhönnu og Steingríms.  Ég spái því að það mun taka töluverðan tíma fyrir þessa flokka að ná saman og bíða aðkallandi viðfangsefni á meðan.  Nái þeir ekki saman mun verða langur ferill að nýju stjórnarsamstarfi.

Hvorki SF né aðrir ESB sinnar hafa getað útskýrt staðhæfingar sínar um að aðild að ESB muni bjarga íslensku þjóðinni og efnahag okkar.  Eitt af því sem þeir þó nefna eru vextirnir, okkur nægir að reka norska Seðlabanka-stjórann og setja íslenskan Seðlabankastjóra sem hefur hag þjóðarinnar að leiðarljósi og lækkar vextina strax.  Á sama tíma neita þeir að tala um atvinnuleysið sem þjakar ESB ríkin og efnahagsþrengingarnar sem er að setja ýmsar ESB þjóðir á hausinn. 

ESB sem á að hjálpa íslendingum er ekki að hjálpa þeim þjóðum sem er nú þegar í ESB, hvernig má þetta vera ?  Er SF fólkið svona blint eða búa aðrar hvatir á bak við þráhyggju þeirra ?  Hvert svo sem svarið er þá er nokkuð víst að heilaþvottur SF heldur áfram þar sem þeir hamra á því að við verðum að ganga í ESB.  SF mun ekki stoppa við aðildarumsókn, því þegar búið verður að semja getum við verið viss um að sama hver niðurstaðan verður fyrir íslenska þjóð mun SF halda áfram að hamra á því að við verðum að ganga í klúbbinn, sama hvað það mun kosta okkur.  Ég treysti SF ekki fyrir fjöreggi þjóðar okkar.  Fjöreggið er lýðræðið og sjálfstæði okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband