24.4.2009 | 22:32
Lýðskrum Jóhönnu Sigurðardóttur og Sandfylkingarinnar
Í blöðunum í dag er auglýsing frá Sandfylkingunni með mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem segir "ESB snýst um vinnu og velferð". Þvílíkt og annað eins lýðskrum og það frá flokki Jóhönnu sem þykist vera vinur litla mannsins.
Staðreyndin er sú að í ESB er viðloðandi 7 - 10% atvinnuleysi í góðæri. Í dag heyrði ég á BBC talað um 25% atvinnuleysi meðal ungs fólks í Frakklandi, á Spáni er 17% atvinnuleysi (miðað við alla atvinnubærra manna), í Þýskalandi, mesta útflutningslandi heims þar sem atvinnustigið hefur alltaf verið talið hátt er spáð 10% atvinnuleysi á þessu ári og að það muni enn aukast á næsta ári. Í ESB eru mikil félagsleg vandamál og er það ekki síst vegna atvinnuástandsins. Í mörgum ESB ríkja er fátækt svo mikil að fólk á erfitt með að lifa af þeim litlu tekjum sem það hefur.
Í ofangreindri auglýsingu er gefið í skin að með inngöngu í ESB er því haldið fram að vextir verði lægri. Veit Sandfylkingin ekki að Jóhanna formaður þeirra er forsætisráðherra, hún rak Seðlabankastjórana því að þeir voru fyrir og vextir lækkuðu ekki nógu hratt hjá þeim, svo hún sótti norskan Sandfylkingarmann til að lækka vextina, en hvað hefur nú gerst, hröð vaxtalækkun um 2,5 prósentustig ? Það er á valdi Sandfylkingar Seðlabankans að lækka vexti mun hraðar og allt niður í 5% án þess að allt fari úr böndunum, yrðum við þó með mörgum sinnu hærri stýrivexti en nágrannaþjóðir okkar.
Fjölbreyttari atvinnusköpun ? ja hérna, ekki er að sjá að Sandfylkingin eða Vinstri grænir hafi hugmynd um hvernig hlutirnir virka. Það er á valdi þessara flokka að skapa skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu og um leið fyrir ný fyrirtæki og atvinnuvegi. Það væri t.d. gert með því að lækka vextina, en nei takk Sandfylkingin veit sem er að með því að halda þjóðinni í spennitreyju væri hugsanlega hægt að koma henni inn í ESB söfnuðinn þeirra.
Trúverðugleiki Sandfylkingarinnar er algerlega búinn að vera. Gegnsæið sem þeim er tamt að tala um er ekkert annað en prump. Það var ekki mikið gagnsæi í orðagjálfri Jóhönnu á sjónvarpsstöðvunum í kvöld. Hlutum er haldið frá kjósendum. Kjósendur fá ekki að vita fyrir kosningar ýmislegt sem skiptir okkur öll máli. Það sama má segja um VG, þeim er tamt að tala um heiðarleika, en það fór ekki mikið fyrir heiðarleika í málflutningi Steingríms í kvöld, hann tekur þátt í því að leyna kjósendum mikilvægum málum.
Þegar Steingrímur var í stjórnarandstöðu hafði hann hátt og krafðist svara og lét öllum illum látum, en nú sagði hann, oftar en einu sinni um leið og hann talaði rólega "...við skulum halda ró okkar, verum ekki með neinn æsing".
Það er einkennilegt að sjá afstöðu manna eftir því hvoru megin við borðið þeir sitja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 165287
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 128
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.