Verður kreppan dýpri eða náum við að klóra okkur út úr henni ?

Valið sem við stöndum frammi fyrir á laugardaginn er á milli þess að fara niður í enn dýpri kreppu og sennilega algert kerfishrun eða að við náum að klóra okkur út úr kreppunni á nokkrum árum.

Það dylst engum sem skoðar grannt að ráð ríkisstjórnarinnar við efnahags-ástandinu eru engin.  Allar aðgerðir eru klór og fálm út í loftið.  Engar þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin stærir sig af kemur að neinu gagni, ekki einu sinni fyrir þá verst settu. 

Með því að kjósa ríkisstjórnarflokkana erum við að kjósa yfir okkur dýpri kreppu en verið hefur frá stríðslokum.  Með því að draga enn á langinn að koma heimilunum og fyrirtækjunum til bjargar og bíða eftir að allt sé komið í kalda kol, eins og ríkisstjórnin hefur verið að gera, þá verður hér algert hrun.  Jóhanna og co. halda áfram að berja hausnum við steininn og virðast algerlega blind á vanda fólks.  Já ég er að tala um heilögu Jóhönnu sem má ekki vamm sitt vita þegar illa stendur á hjá fólki og allir dá og dýrka.   Nú neitar hún að hlusta á ráð sem duga og geta hjálpað þúsundum heimila.

Það er ekki nóg með það að ríkisstjórnin vill ekki hjálpa heimilunum, þrátt fyrir skjaldborgar loforðið, heldur ætla þessir flokkar að leggja meiri álögur á þessi sömu heimili í formi nýrra og hærri skatta.

Eina lausnin sem Sandfylkingin býður uppá er að ganga í ESB.  Með inngöngu í ESB á allt að verða gott og öll vandamál verða fyrir bí.  Á hátíðlegum stundum tala talsmenn SF um lýðræði, en þeir fjalla ekki um hversu ólýðræðislegur félagsskapur ESB er.  Í ESB er lýðræðinu troðið um tær.  Með inngöngu í ESB er úti um íslenska þjóð. Í ESB er viðloðandi 7 - 10 prósent atvinnuleysi í góðæri. 

Ef aðrir flokkar komast til valda eftir kosningar er möguleiki á því að við getum klórað okkur upp úr vandanum sem við höfum komist í.  Það verður ekki auðvelt, en þar er von, nokkuð sem ekki er hægt að tala um komist Sandfylkingin og Vinstri græn til valda.

Fyrir alla muni, hleypum ekki þeim flokkum að stjórnartaumum eftir kosningar því þá er voðinn vís.  Höfnum ríkisstjórnarflokkunum í kosningunum á laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 165948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband