Skildu Þjóðverjar ekki vita að þeir eru í ESB ?

Ný spá hefur verið gerð fyrir þýska efnahagsráðuneitið.  Næsta spá á undan þeirri sem gerð var opinber í dag hljóðaði upp á 0,2% hagvöxt á þessu ári, en nýja spáin gerir ráð fyrir 6% samdrætti á þessu ári og enn frekari samdrætti á því næst, árið 2010.

Þjóðverjar eru meta útflutningsþjóð heim, en spáin gerir ráð fyrir 22,6% samdrætti í útflutningi.  Atvinnuleysi, sem ekki er talið mikið mál í ESB, mun verða 10% í Þýskalandi, samvkæmt spánni, en atvinnuleysi hefur verið með því minnsta í ESB meðan atvinnuleysi í öðrum ESB löndum hefur verið viðloðandi 7 - 10% í góðæri.

Getur verið að Þjóðverjar hafi ekki áttað sig á því að þeir eru í ESB ?


mbl.is 6% samdráttur í þýska hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tómas. jú það vita þeir enda sérðu að hagvaxtarsamdráttur þeirra er um það bil helmingur eða kannski bara þriðjungur af okkar. Atvinnuleysið er það sama en svo eiga þeir fjölda banka sem ekki fóru á hausinn og sterka mynt sem styrkist með  hverjum degi. Þetta er nánast ósambærilegt við okkur í 25 % vöxtum og með allt niður um okkur.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:40

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Tryggvi,

hugsaðu þér bara ef norski Seðlabankastjórinn okkar bæri nú hag fólksins í landinu og fyrirtækj-anna fyrir brjósti og lækkaði stýrivextina vel niðurfyrir 10 prósendustigin, svona á bilinu 5 - 7 prósentustig, eins og lag er til, þá værum við í allt annari stöðu.  En eins og þú hefur kannski tekið eftir þá er ríkisstjórnin að afsala okkur valdi í peningamálum, ekki bara til AGS og utanríkismálum yfir til norðmanna.  Ætli Jóhönnu finnist við skuldbundin norðmönnum ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.4.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Haha maður spyr sig, kannski það ætti að senda þeim memo varðandi málið!

Tryggvi, Þýskaland er með viðvarandi ca. 10% atvinnuleysi, ekki bara á krepputímum. Þeir eru svo líka með margfalt stærra hagkerfi heldur en við og á stærðin að milda stóra skelli í efnahagshruninu. Eiga fjölda banka sem fóru ekki á hausinn já, þeir áttu líka svolítið mikið meira en 3 banka!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 23.4.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Við 6% samdrátt í Þýskalandi minnkar þjóðarframleðsla á mann úr $35.392 í $33.268.

Á Íslandi er spáð 10% samdrætti en við það minnkar þjóðarframleiðsla á mann úr $39.305 í $35.375.

S.s. ári eftir hrunið hér heima er þjóðarframleiðsla á mann komin niður í það sem hún var í Þýskalandi fyrir hrun.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 165281

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 216
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband