22.4.2009 | 00:08
Hvað skal kjósa ????
Ég er búinn að vera velta því fyrir mér hvað ég eigi að kjósa næstkomandi laugardag. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn svolítið ráðvilltur. Ég hef að nokkru notað útilokunaraðferðina en hún dugar bara of skammt.
Ég veit að ég get ekki kosið Sandfylkinguna, í fyrsta lagi vegna þess að fylkingin vill í ESB, í öðru lagi vegna þess að fylkingin er flokkur upplausnar og stefnuleysis, í þriðja lagi hefur fylkingin ekki komið með eða bent á lausn á vanda heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, í fjórða lagi brýtur fylkingin stjórnarskránna með því að ráða útlending í stöðu Seðlabankastjóra, í fimmta lagi þá er utanríkisstefna Sandfylkingarinnar sú ein að elta norsku utanríkisstefnuna, í sjötta lagi vill forsætisráðherra ekki upplýsa okkur um hina raunverulegu stöðu mála, í sjöunda lagi þá er fylkingin bara fylking tækifærissinna, í áttunda lagi er lýðræði léttvægt í huga forsætisráðherra og annarra úr fylkingunni o.s.fr., o.s.fr.
Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki til greina enda er hann að deyja út.
Vinstri grænir hefðu komið til greina fyrir nokkru síðan vegna stefnu þeirra í ESB málum, en nú veit maður ekki hvað þeir eru tilbúnir að gera fyrir ráðherrastólana. VG hafa lýst því yfir að þeir ætli að hækka skatta á lægri tekjur og setja þar með heimilin og fyrirtækin endanlega á hausinn. Ég treysti VG einfaldlega ekki til að fara með völdin í landinu, efnahags- og peningamál, frekar en SF.
Borgarahreyfingin er óskrifað blað og þó, mér sýnist þetta vera hópur ólíkra einstaklinga sem stefna í ólíkar áttir. Það eina sem ég fæ séð að er þeir vilja í ESB og það eitt er nóg til að útiloka þá hreyfingu.
Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur komið með raunverulegar tillögur til bjargar heimilum og fyrirtækjum. Sú tillaga er ekki endanleg því útfæra þarf hana betur svo að sú lausn sem þeir boða verði til að bjarga öllum þeim sem er í verulegum erfiðleikum. Framsóknar-flokkinn hef ég aldrei kosið og væri það mér mikið á móti skapi at taka upp á því núna. Þeir hafa opnað glufu inn í ESB, ég á erfitt með að treysta þeim, þeir hafa sýnt það að þeim er ekki full treystandi, opnir í báða enda og flausturslegir í athöfnum. Stuðningur þeirra við núverandi ríkisstjórn er ekki til að auka traustið á þeim. Ég treysti þeim ekki til að standa í lappirnar í samstarfi við aðra flokka, þó þeir hafi nokkur góð mál sem skipta máli.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur valdið miklum vonbrigðum. Styrkjamálin eru forkastanleg og maður verður kjaftstopp. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist að útskýra þau málefni sem þeir vilja vinna að. ESB málflutningurinn er ótrúverðugur, efnahagsmálin óljós, peningamálin og Evru snakk úti á þekju.
Ef flokkarnir vilja ná til fólks verða þeir að vera hreinskilnir og segja hlutina eins og þeir eru. Það má segja að VG hafa að hluta til gert það, en sú hreinskilni bendir til þess að þeir setji þjóðina alveg á hausinn. Tal Sandfylkingarinnar um ónýta krónu er eitt mesta efnahags vandamál sem við er að etja í dag, því að með slíku tali hefur fylkingin talað krónuna niður og hafa aðrir ESB sinnar verið ötulir við að aðstoða fylkinguna á þeirri vegferð.
Allir hafa flokkarnir tekið þátt í að samþykkja lög um greiðsluaðlögun og fleira í þeim dúr, aðgerðir sem koma fólki að engu gagni, frestar vandanum hjá sumum um stund, en er ekki nein lausn.
Fólkið og fyrirtækin þurfa lausn. Lausnin er ekki í ESB og ekki þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa farið í. Það verður að taka á málum af alvöru annars verður annað hrun, sem menn eru þegar farnir að spá að verði. Kerfishrun verður ekki umflúið í ESB og ekki í ónýtum aðgerðum ríkisvaldsins heldur með því að takast á við vandan sem fyrir er og það strax. Ef ekkert verður að gert strax eftir kosningar, getum við gleymt því að tala um efnahag, peninga, velferð eða nokkuð annað, það verður of seint í haust.
Kannski skila ég bara auðu eða mæti ekki á kjörstað, hver veit ? ekki ákveðinn enn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 332
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Mér finnst líka Sjallarnir hafa horfið frá kristnum gildum. Þorgerður Katrín barðist fyrir því að breyta texta þar sem stóð kristin gildi til að þóknast innflytjendum en sem betur fer tókst það ekki.
Hún eyddi 5 milljónum af almannafé þegar hún og fylgdarlið fóru tvisvar til Kína. Hún og Guðlaugur Þór áttu að hætta í pólitík og Bjarni Ben. sem er af Kolkrabbaætt hefði ekki átt að verða formaður. Kristján Þór sem er nýkominn í landspólitíkina átti að taka við.
Björn Bjarnason flutti frumvarp um vændi og nú þegar þau lög voru lögð af þá var hann einn af þremur sem sagði nei við þessu nýja frumvarpi.
Starfsmaður Björns Bjarnasonar sendi Paul Ramses úr landi til Ítalíu. Ef ekki hefði verið gripið inní það mál hefði hann verið sendur til Kenýa og drepinn þar.
Björn Bjarnason hefur aldeilis ekki lagað til í dómskerfinu. Menn sem hafa misnotað börn fá einhverja smá sýndarrefsingu. Ef fólk stelur 5000 kr fær það heilmikla sekt en Útrásarvíkingar ganga lausir.
Ingibjörg Sólrún sólundaði miklu fé til að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Vinstri Grænir eru með formann Múslima á Íslandi á framboðslista.
Halldór Ásgrímsson Vopnfirðingur setti á kvótakerfi og hefur það haft hræðileg áhrif á landsbyggðina. Við höfum upplifað kreppu í mörg ár en það hefur ekki skipt máli því við búum ekki í "Borg Óttans"
Ég kom nú bara með smá og vonandi koma viðbætur.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 00:29
Ég er sammála þér ESB er kosningamálið og þar er Sjálfstæðisflokkurinn án efa traustastur - fullveldissinnar eru svo stór hópur innan flokksins 90% landsfundarins sögðu nei við ESB aðild - og þeir standa á því eins og kletturinn í hafinu án þess að haggast............... Landsfundarsamþykkt er æðsta vald í málefnum flokksins.
Að skila auðu er vatn á myllu - landráðasinna - ESB
Benedikta E, 22.4.2009 kl. 00:43
Min skoðun er á hreinu sjalfstæðið ekkert annað,kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 22.4.2009 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.