20.4.2009 | 11:04
Óska eftir svörum frá stjórnmálaflokkunum
Nú þegar fimm dagar eru til kosninga væri ekki úr vegi að krefja ríkisstjórnarflokkana svara við brennandi spurningum, en allar líkur benda til að þessir tveir flokkar muni starfa saman eftir kosningar.
Í fyrsta lagi: Hvaða úrræði hefur Sandfylkingin í efnahagsmálum annað en að troða okkur inn í ESB. Ljóst er að jafnvel þó við gengjum í ESB og fengjum úrlausn okkar mála þar, sem þó virðist langsótt, þá er langur vegur í að við komumst í það "skjól". Íslensk heimili og fyrirtæki verða öll komin á hausinn áður en við komumst inn í ESB ef ekkert verður að gert þeim til bjargar.
Í öðru lagi: Hvað hyggst VG gera annað en að hækka skatta á lægri tekjur fólks og fyrirtækja. Ég fullyrði að með hækkun beinna skatttekna muni tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga minnka. Auknir skattar muni ganga endanlega frá heimilum og fyrirtækjum landsins. Eftir því sem skattar verða hærri verða ráðstöfunartekjur lægri og þá minnkar neyslan, sem aftur þýðir að fleiri fyrirtæki fara yfir um og enn mun fjölga á atvinnuleysisskrá.Í þriðja lagi: Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að fara niðurfærsluleiðina, væri Framsóknarflokkurinn þá tilbúinn að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum til að tryggja að sú leið verði farin ? Þessir tveir flokkar verða að segja kjósendum hvað þeir hyggjast gera í þessum efnum og útskýra fyrir fólki af hverju þessi leið sé fær. Í mínum huga er þetta eina leiðin sem blasir við sem getur orðið heimilum og fyrirtækjum til hjálpar, en gera má ráð fyrir að frekari útfærslu sé þörf, sérstaklega hvað varðar þá sem verst eru settir og eins að setja þak á mestu skuldirnar. Útfærslan ætti ekki að vera vandamálið, vilji er allt sem þarf.
Eitt virðist á hreinu hvað ríkisstjórnarflokkana varðar, þeir vilja ekki fara niðurfærsluleiðina, nema kannski Lilja Mósesdóttir hjá VG. En mér finnst vanta skír svör frá t.d. Sjálfstæðisflokknum í þeim efnum, en Tryggvi Þór Herbertsson er sá eini sem hefur talað afdráttarlaust í þeim efnum svo ég best veit.
Þetta eru eingöngu þrjár af mörgum brennandi spurningum sem hvíla á fólki í dag, en svör við þeim geta orðið afdrifarík fyrir land og þjóð. Stjórnmála-flokkarnir hafa ekki leyfi til að halda þessum upplýsingum frá fólki, né öðrum upplýsingum er varðar þjóðarhag og liggja fyrir, en haldið er leyndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er innilega sammála þér Tómas,við viljum fá góð og ýtarleg svör frá ykkur í þessum málum,mjög góðar fyrirspurnir hjá þér Tómas,maður er á kross-götu í dag,hvað er best fyrir okkur íslendinga að kjósa,til að koma okkar landi í gang,hjálpa heimilunum(þá meina ég að hjálpa) og gera fyrirtækum möguleika að start sér í gang,ég er sammála Tómasi,mér líst ekkert á þá hagfræði að hækka skatta og lækka laun,það er röng stefna,og þeir þurfa að endurskoða þá leið,hún er útí hött.Við bíðum eftir svörum,takk fyrir.
Jóhannes Guðnason, 20.4.2009 kl. 11:26
Blessaður Tómas. Þú óskar svara frá Framsóknarflokknum um það hvort við værum tilbúin til að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum til að tryggja niðurfærsluleiðina.
Í fyrsta lagi hefur eftir því sem ég kemst næst einungis einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins haldið því fram með okkur að þessi leið sé sú eina sem getur komið í veg fyrir algert kerfishrun. Það er því ekkert sem bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni gera hana að sinni.
Í annan stað er langt í land með að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nái tilskildu fylgi til að geta myndað ríkisstjórn.
Í þriðja lagi er þetta ekki eina spurningin sem þarf að svara. Framsóknarmenn lögðu fram tillögu sem varðaði lýðræði í landinu og skrif á nýrri stjórnarskrá. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að sú hugmynd næði fram að ganga. Á meðan stjórnmálaflokkur viðurkennir ekki lýðræðishallann og stórhættulega valdsöfnun á ráðherrabekkjunum eins og raunin er, er tómt mál að tala um endurreisn, því hún mun ekki grundvallast á jafnræði og sanngirni í þágu þjóðarinnar, heldur á þeim hagsmunum sem liggja inn í stjórnmálaflokkana. Slíkt er óásættanlegt fyrir flokk sem berst fyrir siðbót í íslenskum stjórnmálum og vill færa valdið út úr þinginu og til þjóðarinnar, til að setja nýjar leikreglur. 65 ára langri tilraun ætti að vera lokið en Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir það. Því miður.
Í fjórða lagi er það mín persónulega skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið lengur við völd en hollt er og framlenging á þeirra valdatíð muni ekki verða okkur til góðs. Flokkurinn dregur enn taum sérhagsmunahópa á kostnað heildarinnar.
Ég vona að þetta svari spurningunni og sný henni við.
Hvað ætlar þú að gera með þitt atkvæði til að leggja áherslu á þá skoðun þína að leiðrétting skulda fólks og fyrirtækja sé eina leiðin sem fær er út úr því skelfilega ástandi sem blasir við. Og hér erum við enn bara að tala um bráðaaðgerðir til að koma í veg fyrir frekara tap og kerfishrun... þá er eftir að leggja vörður til framtíðar...
En þar sem þú spyrð um það hvers vegna leiðin er fær, vil ég benda þér á tvö myndbönd:
-hvers vegna á að verja heimilin
-hvers vegna á að verja fyrirtækin
Bestu kveðjur til þín og þinna,
Helga Sigrún Harðardóttir, 20.4.2009 kl. 19:45
Sæl Helga og takk fyrir greinargóð svör. ÉG veit og er þess fullviss að leiðin er fær, en þið þurfið að koma útskýringum til almennings, þeirra sem skilja ekki og þeirra sem eru heilaþvegnir af ríkisstjórnarflokkunum, þeim sem hafa gefið skít í tillögu ykkar.
Ég er ekki viss um að þið munuð standa í lappirnar í samstarfi við ríkisstjórnarflokkana ef þið fáið tækifæri til að fara með þeim í ríkisstjórn eftir kosningar. Þið sýnduð það á nýafloknu þingi að þið höfðuð ekki dug til að standa í lappirnar gegn þeim utan stjórnar, þrátt fyrir það að þið báruð og berið enn fulla ábyrgð þá þeirri óstjórn.
Það er ekki til neins að fara út í þras við þig út af stjórnarskrármálinu, ég tæki allan þinn tíma frá kosningarbaráttunni og þið megið ekki við því.
Ég er sammála því að bráðaaðgerðir eins og þær sem samþykktar voru á Alþingi rétt í þingslok, koma ekki til með að afstýra kerfishruni, en hefði ekki verið nær að einbeita sér að því að vanda til verka á þingi í staðin fyrir að fara út í þá vegferð að reyna að breyta stjórnarskránni, sem allir vissu fyrirfram að væri ekki sátt um ? þið hefðuð kannski fundið leið og/eða getað komið tillögu ykkar á framfæri á þingi og hver veit nema að þið hefðuð fengið góðar viðtökur og komið góðum málum í gegn, málum sem varða heimilin og fyrirtækin. Nú er það of seint og þið getið ekki bara bent á aðra og sakað þá um að hafa tafið málin, þið gerðuð það sjálf.
Ég verð að viðurkenna að ég óttast það að við stefnum í kerfishrun og ESB umsókn mun ekki breyta neinu þar um. Það eru þjóðir innan ESB sem fá ekki skjól í Seðlabanka ESB en verða að reiða sig á AGS. Þessar þjóðir eru ekki betur settar en við og gætu lent í kerfishruni ekki síður en við.
Bestu kveðjur Helga og ég bið að heilsa pabba þínum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.4.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.