20.4.2009 | 01:45
Það hefur fallið á silfrið hans Egils
Egill Helgason kallaði til sín hóp ESB trúboða sem héldu uppi áróðri sínum mjög fjálglega. Benedikt Jóhannesson segi okkur að ef við sækjum ekki um aðild að ESB verði landlæg fátækt hér á landi. Hann veit líklega ekki um alla fátæktina í ESB ríkjum, fátækt sem er tilkomin vegna atvinnuleysis, atvinnuleysis sem var viðloðandi áður en heimskreppan skall á. ESB trúboðar telja að okkur sé borgið í sambandinu, við verðum skyndilega trúverðug í augum annarra þjóða, við verðum skyndilega lánshæf, okkur verði treyst og allt verði miklu betra, en þeir útskýra aldrei hvernig þetta allt muni breytast svo. Ég á í mesta basli með að skilja hvernig við verðum allt í einu trúverðug, með því að ganga í ESB, eða af hverju okkur verður allt í einu treyst fyrir fjármunum annarra og af hverju aðrar þjóðir taki allt í einu upp á því að treysta okkur. Okkur er bara sagt að allt sé betra í ESB.
Fréttir frá ESB ríkinu Finnlandi gefur ekki tilefni til bjartsýni. Þar er því spáð að þjóðarframleiðslan muni dragast saman um 5 prósent á þessu ári hið minnsta. Skuldir Finna aukist úr 30 prósentum af þjóðarframleiðslu í um 50 prósent. Hér fara menn varlega í allar spár þar sem óþægilegt er að rugga bátnum um of til að byrja með og menn vilja ekki gera Finna órólega, en reynslan er sú að þegar lengra líður kemur í ljós að ástandið er mun alvarlegra. Það er nokkuð sem okkur verður tjáð eftir kosningar um ástandið hér á landi.
Eitt er það sem ESB trúboðar segja okkur ekki, en það hver aldurssamsetningin er í ESB löndum, en þar er stærri hluti íbúa yfir miðjum aldri og mjög stór hópur nálgast eftirlaunaaldur á meðan fólk undir miðjum aldri, þeir sem koma til með að halda eftirlaunþegum uppi, er mun fámennari. Þess ber að geta að ESB ríki eru ekki með lífeyrissjóði eins og við höfum, þar er gert ráð fyrir því að þeir sem eru á vinnumarkaði haldi lífeyrisþegum uppi í gegnum skattkerfið. Ég gæti trúað því að þeir sem eru innan við fertugt séu innan við helmingur íbúa ESB og eftir því sem íbúar eru yngri er fjöldinn minni. Á meðan fjöldi þeirra sem er á aldrinum 40-44 ára eru tæpir 40milljónir þá er fjöldi þeirra sem eru 5-9 ára um 25milljónir og 0-4 ára ca. 22-23milljónir. Kúrfan sem sýnir íbúafjölda undir 40 ára aldri niður í 0 er sífeld lækkandi.
Á meðan íbúum ESB landa hefur farið sífeld fækkandi hefur fjölgun verið hér á landi og meðaltalið verið um og yfir 2%, ekki hafa allar þjóðir í Evrópu getað státað af því.
Lítið fer fyrir því í umræðu ESB trúboða hversu mikið talið er að við þurfum að greiða fyrir veru okkar í klúbbnum. Við getum verið viss um það að það verður ekki ókeypis. Jú, jú sagt er að við fáum fé í staðinn. Hvaða rugl er það ? af hverju þurfum við að þiggja fé frá ESB eftir að við höfum þurft að reyða fram fé í apparatið ? erum við ekki fær um að útdeila okkar eigin fé sjálf eftir þörfum samfélagsins ?
Þessi klúbbur er engin hjálparsamtök þvert á móti, það hafa íbúar Evrópu sem eru innan ESB fengið að reyna.
Djúp kreppa í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 209
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 127
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu Tómas þetta er forkastanlegt,bara áróður fyrir ESB/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 20.4.2009 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.