17.4.2009 | 23:24
Löng kreppa framundan segir AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að kreppan verði langvin og djúp og enginn komist undan henni. Já ég trúi því að enn eigi kreppan eftir að dýpka og það allverulega.
Menn munu halda áfram að kaupa og selja hlutabréf í von um að nú fari allt upp á við, en ég er hræddur um að margir verði fyrir vonbrigðum og enn munu menn tapa stórum upphæðum.
Ein af megin ástæðum þessa er sú að stjórnvöld eru ekki að gera það sem gera þarf. Það er ekki nóg að setja fúlgur fjár í bankana eða vinsæl fyrirtæki. Aðgerðir þurfa að koma til sem gagnast öllum, en ekki bara sumum.
Við verðum að horfast í augu við það að fólk og fyrirtæki hafa reist sér hurðarás um öxl og ræður ekki við að borga af skuldum sínum. Þá gerist það að fólk og fyrirtæki fara á hausinn, en hverjir eru það sem tapa ? jú það eru lánveitendur og fólk sem vinnur hjá fyrirtækjunum fólkið sem verður atvinnulaust og ríkið sem verður af skatttekjum.
Það eina sem getur komið til hjálpar og vakið nýja von er niðurfærsla skulda. Hverjir tapa á slíkum aðgerðum ? það eru að sjálfsögðu lánveitendur, en tap þeirra við slíkar aðgerðir eru minni en ef allt efnahagslífið hrinur til grunna, þá yrði tap lánveitenda óbærilegt.
Með niðurfærslu skulda fengi fólk og fyrirtæki nýja von, neysla tæki að aukast og hjól atvinnulífsins færu hægt og bítandi í gang. Á nokkrum mánuðum kæmist efnahagslífið á góðan rekspöl.
Nú er það undir stjórnvöldum komið að gera það sem gera þarf og taka þær ákvarðanir sem eru öllum til hagsbóta. Fálm og ómarkvissar aðgerðir koma að engu gagni. Niðurfærsla skulda er eina leiðin út úr vandanum. Evra kemur ekki til með að hjálpa því sá gjaldmiðill á aðeins eftir að fara sömu leið og krónan okkar, það er bara tímaspursmál.
ESB löndin eru að sigla í mjög djúpa kreppu og er Seðlabanki ESB ekki að ráða við vandann sem steðjar að. Ég skora á stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega að taka upp þessar hugmyndir og fylgja þeim eftir eftir að nýtt þing kemur saman.
Svört spá frá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 14
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 165741
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.