Vill fólk virkilega hafa Jóhönnu Sigurðardóttur áfram sem forsætisráðherra

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir verið forsætisráðherra í vel á þriðja mánuð.  Á þeim tíma ætlaði hún sér að gera stórvirki.  Enginn átti von á að það tækist, en allir áttu von á að hún tæki til hendinni og reyndi að koma góðum málum í gegn.  En hvað gerðist ?  Stóru orðin um skjaldborg um heimilin, voru ekkert annað en stór innantóm orð.  Stóru orðin um að koma atvinnulífinu til hjálpar, voru ekkert annað en stór innantóm orð.

Jóhanna átti þess kost að hitta helstu ráðamenn hins vestræna heims á fundi leiðtoga NATO ríkjanna í Strassburg og tala máli íslensku þjóðarinnar við forseta Bandaríkjanna, forsætisráðherra Bretlands og aðra leiðtoga í hinu himneska ESB ríkis.  Jóhanna var hins vegar svo upptekin við að gera ekki neitt hér heimafyrir að hún lét það ógert að fara og tala máli okkar við þá ágætu menn. 

Hver skildi nú vera ástæða þess að hún fór hvergi ??  Er hugsanlegt að hún sé þess ekki bær að tala máli okkar ?  telur hún sig hafa vondan málstað að verja ?  eða getur verið að flugfreyjan geti ekki talað á erlendri tungu ?

Hver svo sem ástæðan er þá hefur hún sýnt og sannað að hún er ekki fær um að sinna því starfi sem hún nú er í og er það með hreint ólíkindum að þjóðin skuli ekki sjá það, ef marka má skoðunarkannanir.  Ætla íslenskir kjósendur virkilega að kjósa yfir sig manneskju sem getur ekki talað máli okkar ?  eða verið málsvari heimilanna ?  né komið atvinnulífinu til hjálpar ?

Er ekki kominn tími til að sýna fram á vanhæfi Jóhönnu Sigurðardóttur, hún hefur ekkert á þing að gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Jóhanna er gjörsamlega vanhæf sem Forsætisráðherra það sjá allir hugsandi menn og hjálpi okkur allar vættir vænar  ef hún verður áfram í þessum stól að kosningum loknum

Gylfi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæra Sigurbjörg,

þegar manneskja er ráðin í vinnu er gerð lágmarks krafa um hæfi viðkomandi.  Viðkomandi þarf að geta sinnt ákveðnum verkum sem til falla.  Forsætisráðherra þarf til að mynda getað talað máli þjóðar sinnar, staðið vörð um hag landsmanna, eins og þú orðar það.  Þetta og það sem ég nefndi í greininni eru bara örfá dæmi sem allir geta séð að Jóhanna er ófær um að takast á við, en að sama skapi eru þetta gífurlega mikilvæg mál og verður að teljast atriði sem ráða úrslitum um hvort viðkomandi sé hæfur til að takast á við verkefni forsætisráðherra. 

Málið er mjög einfalt, Jóhanna er ekki hæf.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Hvernig datt ykkur í hug að Jóhanna gæti tekið á þeim vandamálum sem steðjar á okkur á 80 dögum,???nei það var vitað mál að það gengi ekki eftir svona rétt fyrir kosningar,engin með viti,tæki óvinsælar ákvörðun svo rétt fyrir kosningar til að tapa atkvæðum,það segir sig sjálf,til að koma okkur upp úr þessum skít,þá þarf að taka mjög óvinsælar ákvörðun sem ekki gengur vel í fólk,svo hún Jóhanna tók þá ákvörðun að vinna á bakvið tjöldinn fyrir kosningar,strax eftir þær koma allar lausnirnar,hún er klók,ég held nú að Tómas ætti heldur að hjálpa henni Jóhönnu,heldur en að koma með svona léleg rök og þvælu,(kann ekki erlend mál,???)ég held nú Tómas minn,að þú sér á Grænlandi,??Og þvílík rökleysa hjá þér Gylfi,að Jóhanna sé vanhæf,???Það vantar rökin hjá þér,ekki veit ég nú hvað ég kýs í kosningum núna,flestir flokkarnir eru gjörspilltir og vanhæfir að taka á þessum mikla efnahagsvanda og atvinnuleysi hjá okkur,því miður,eins og staðan er,þá er ég mát,er að skoða alla flokka og málefni,og stefnumál þeirra,því í hverjum flokki eru allstaða frábærir einstaklingar,þess skal getið að Jóhanna er nú ein af þeim,en ég hef sé mjög góða einstaklinga hjá öllum,þess vegna er þetta svona erfitt,en ég er bjartsýn,að finna útúr þessu fyrir kosningar,Tómas ég óska þér og Gylfa góðra helgi.(vonandi eigi þið ekki í sama vanda og ég,hvað á að kjósa.??) HA HA HA HE HE HE.

Jóhannes Guðnason, 17.4.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæl Sigurbjörg, rétt er það við erum ósammála og er það bara allt í lagi.  Það er heilbrigt að hafa mismunandi skoðanir.  Og bestu kveðjur til þín líka.

Sæll Jóhannes,

fyrst Jóhanna var ekki tilbúin að takast á við óvinsælar aðgerðir s.s. að slá skjaldborg um heimilin eins og hún þó lofaði, þá átti hún alls ekki að taka verkefnið að sér.  Ef forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar er ekki fær um að tala máli okkar þá verðum við að finna annan sem er til þess bær, það liggur í augum uppi.  Þú myndir aldrei fá pípulagningarmann til að gera á þér hjartaaðgerð, en pípulagningarmaðurinn gæti samt verið ágætis maður, það bara er bara ekki hans fag.  Sama má segja um Jóhönnu, að vera forsætisráðherra er alls ekki hennar fag, það bara liggur í augum uppi

Bestu kveðjur til ykkar allra,

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2009 kl. 15:29

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Gleymdi að svara Jóhannesi hvort ég væri í vandræðum með hvað ég ætti að kjósa.  Eitt er víst, ég veit hvað ég ætla ekki að kjósa, en hvar X-ið mitt lendir á endanum á enn eftir að koma í ljós.

Góða helgi,

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 165685

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband