Takmarkað gagn greiðsluaðlögunar

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar upp á síðkastið koma heimilum og fyrirtækjum að mjög svo takmörkuðum notum, gildir þá einu hvort aðgerðin heitir greiðsluaðlögun eða eitthvað annað.  Það er eins og Jóhanna hafi snúist frá því að vera talsmaður og vörn almennings upp í það að vera óvinur þeirra.

Að hafna niðurfærslum lána til heimila og fyrirtækja á aðeins eftir að þýða það að fyrirtæki og einstaklingar eiga eftir að fara í þrot svo um munar og hverjir tapa þá ??  Hverjir munu þá þurfa að afskrifa ekki bara 20% af skuldum þeirra heldur mun hærri prósentur og hverjir eiga þá að borga brúsann ???

Ef engu verður skeytt um tillögur Tryggva Þórs, Haraldar Líndal, Lilju Mósesdóttur eða Framsóknarflokksins mun vandinn aðeins aukast og þörf til niðurfærslu breytast úr 20% í 30 til 40 prósent.  Með því að draga slíkar aðgerðir á langinn verður hættan sú að vandinn verði óyfirstíganlegur.

Ég mæli eindregið með grein Michael Hudson (mig minnir að það sé nafn hans) sem birtist í Fréttablaðinu í dag, hann kom einnig fram í Silfri Egils í dag.

Sandfylkingin og Vinstri grænir sem hafa barið sér á brjóst og sagst berjast fyrir haga hins almenna borgara hafa snúist upp í andhverfu sína og skeyta nú engu um hag almennings.

Er þetta fólkið sem við viljum að stjórni landinu eftir kosningar ????

Ég bara spyr !!!


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Sammála þér með þetta.  Greiðsluaðlögunin nær ekki yfir lán sem hafa tryggingar að baki, þannig að þeir sem eru í greiðsluerfiðleikum geta ekkert breytt t.d. veðlánum, það er sama hættan á að bankarnir hirði veðin geti fólk ekki greitt.  Þetta gerir að mínu mati þessa greiðsluaðlögun að mestu leiti gagnslausa.

S Kristján Ingimarsson, 5.4.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er heila málið S.Kristján, með greiðsluaðlögun er verið að kreista meira fé út úr þeim sem geta ekki borgað og hafa engin veð.  Það er ekki verið að hugsa um skuldarana heldur lánadrottnana.  Hagsmunir lánveitenda er og verður látið ganga fyrir ef ekkert breytist á meðal okkar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.4.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband