Greiðsluerfiðleikaúrræði ríkisstjórnarinnar

Úrræði ríkisstjórnarinnar til hjálpar heimilunum er að lengja örlítið í hengingar ólinni.  Fólk sem ekki hefur getað greitt skuldir sínar t.d. vegna atvinnuleysis, getur nú sótt um greiðsluerfiðleikaúrræði.  Það sem gerist er að vanskil sem hafa safnast upp er hægt að dreifa með jöfnum afborgunum á 18 mánaða tímabil.  Gera má ráð fyrir að þessar greiðslur bætist við þær sem falla á viðkomandi á þeim tíma.  Jafnvel þó svo að lánið verði lengt eitthvað verður greiðslubirgði svipuð og áður.  Það næsta í stöðunni gæti verið eitthvað á þá leið að láta atvinnuleysisbætur ganga beint upp í lánin.

Nú getur fólk farið í lánastofnanirnar þúsundum ef ekki tugþúsundum saman, staðið þar í biðröð og beðið eftir því að fá afgreiðslu hjá þjónustufulltrúa.  Það verður ekkert mál því flestur eru og verða atvinnulausir hvort eð er.

Ljóst er að ríkisstjórnin ætlar ekki á nokkurn hátt að leiðrétta þær verðbætur sem lagst hafa á lán til einstaklinga og fyrirtækja, bankarnir eiga nefnilega að fá sitt, þeir eru jú ríkisbankar.

Hugmynd sú sem Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur kom með í Silfri Egils um daginn og reyndar fleiri hafa bryddað uppá, að færa verðtrygginguna aftur eins og hún var 1.janúar 2008.  Þannig leiðréttast lánin og eins verðtryggð innlán.  Það er nefnilega óréttlátt að láta lántakendur alltaf blæði að þeir þurfi alltaf að borga brúsann, en fjármagnseigendur fá alltaf sitt og vel það.  En það er svo merkilegt að stjórnarflokkarnir sem alltaf þykjast vera að hugsa um hag almennings eru gjörsamlega blindir fyrir þessum hugmyndum, þeir ætla nefnilega að skattleggja þessa peninga alveg sérstaklega og þess vegna má ekki rýra þá.

Minnihlutastjórnin ætlar að vera upptekin af því fram yfir kosningar að gera ekki neitt sem vit er í og það í boði Framsóknarflokksins.  Framsóknarflokkurinn hefur lýst megnri óánægju með ríkisstjórnina, en samt getur hann ekki hugsað sér annað en að starfa með þeim eftir kosningar.  Þeir vilja nefnilega taka fullann þátt í aðgerðarleysinu og fálminu út í bláinn.  Framsóknarflokkurinn ber fulla ábyrgð á ríkisstjórninni og sýna tölur úr skoðanakönnunum hversu fólk er þeim þakklátt.

Skjaldborgin sem ríkisstjórnin hefur slegið upp heimilunum til varnar er atvinnuleysi, fátækt og vonleysi.

Er þetta virkilega það sem þjóðin vill eftir kosningar ?

Ég bara spyr.


mbl.is Skrifað undir samkomulag um fasteignalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ert þú að kenna núverandi ríkisstjórn, sem setið hefur í tvo mánuði, um atvinnuleysið hér á landi? Ég hefði haldið að orsakanna sé að leita eitthvað lengra aftur í tímann.

Hvað varðar flata niðurfellingu lána, eins og það að skrúfa aftur í tímann með verðtrygginguna sannanlega er, þá hafa fylgismenn þeirrar leiðar leitt það hjá sér að koma fram með það hver á að greiða reikningin fyrir slíkt. Það mun væntanlega að mestu lenda á skattgreiðendum, greiðsluþegum lífeyrissjóða og innistæðueigindum í bönkum og sparisjóðum. Þar er um að ræða eitthvað á þriðja hundrað milljarða. Hvernig hyggjast menn fjármagna það?

Sigurður M Grétarsson, 4.4.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er nefnilega það Sigurður, bankar, lífeyrissjóðir og innistæðueigendur  eru þeir sem hafa hagnast óeðlilega á undanförnum mánuðum og árum meðan lánþegar verða alltaf að borga brúsann.  Er það eðlilegt ?

Það verða alltaf einhverjir sem blæða.  Í þessu tilfelli yrðu það bankar, lífeyrissjóðir og íbúðalánasjóður sem munu finna mest fyrir því, en bankarnir hafa fært hagnað af verðtryggingu á efnahagsreikninga sína, nú verða þeir að færa það til baka til lækkunar á útlánum. 

Íbúðalánasjóður hefur tekið verðtryggð lán til að veita verðtryggð lán, það gildir það sama þar.  Auðvitað tapa einhverjir á slíkum aðgerðum, en geturðu bent mér á sársakafulla leið til að bjarga heimilum og atvinnuvegum landsins. 

Ástæðan fyrir því að atvinnuleysið eykst eins og það gerir nú er sú að ríkisstjórnin er ekkert að gera til að bjarga fyrirtækjunum, þrátt fyrir hátíðleg loforð þar um.  Eins hefur Seðlabankinn með norska stjórann í fararbroddi ekki séð ástæðu til að koma til móts við lántakendur með lækkun stýrivaxta nema upp á eitt skitið prósentustig þegar stýrivextir hefðu hið minnsta þurft að fara niður í 10% í fyrstu atrennu, síðan í 7% o.s.fr. þar til stýrivextir væru komnir niður í 1,5 - 2 prósentustig.

Eigum við kannski að hygla ríkisstjórninni fyrir að gera ekkert til að bjarga heimilum og fyrirtækjum landsins.  Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fram að þessu hefur verið fálm út í loftið, engin raunveruleg lausn, allt sem gert hefur verið er bara bráðabyrgðar lausn, en hvað svo ?

Eru það svona vinnubrögð sem við viljum eftir kosningar ?

ÉG bara spyr.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.4.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband