3.4.2009 | 00:32
Tímamótasamkomulag G20
Mikil ánægja ríkir með samkomulagið sem náðst hefur á ráðstefnu G20, samkomulag um baráttuna gegn kreppunni. Það sem er hvað athyglisverðast, en þó ekkert nýtt, er það að allir líta til BNA sem drifkraftinn til að koma efnahag heimsins í gang á ný.
Prentsmiðja Seðlabanka BNA hefur ekki undan við að prenta seðla, seðla sem nota á til að koma hjólunum til að snúast á nýjan leik. Bandaríkjastjórn hefur nú þegar lagt ótölulegar upphæðir til að bjarga bönkum, tryggingafyrirtækjum og bílaiðnaðinum, en það hefur dugað skammt.
Eftir að Obama lýsti því yfir að samkomulagið markaði tímamót í baráttunni gegn kreppunni, var eins og allir fylltust bjartsýni, hlutabréfavísitölur tóku kipp og hækkuðu verulega á öllum mörkuðum. En hversu lengi mun sú bjartsýni vara ? Gallinn er sá að Bandaríska ríkið er þegar orðið svo skuldsett að það mun taka marga mannsaldra fyrir Bandarísku þjóðina að borga þær skuldir, jafnvel þó þeir gerðu ekkert annað.
Það merkilega er að þjóðir heims hafa svo mikla trú á BNA að þær ætla að bíða eftir að molar falli af borðum þeirra svo þær gætu neitt þeirra. Jafnvel þjóðir sem fyrirlíta BNA bíða í ofvæni eftir molum af borðum BNA.
Hvað gerist ef hjólin í BNA ná ekki að komast í gang ? Það er nefnilega ekki útséð með að það takist, jafnvel þó svo að sala á íbúðum hafi aukist á ný og almenn neysla hefur aukist, þá hefur atvinnuleysi einnig aukist og er komið í 8,5%. Atvinnuleysi í BNA var meira en á Íslandi um s.l. mánaðarmót.
Vandamálið í BNA er nefnilega það að atvinnuvegirnir eru komnir að fótum fram, eins og hér á landi. Stjórnvöld eru ekki að aðstoða atvinnuvegina, nema nokkra útvalda s.s. bankana, sem þora ekki að lána, tryggingafélag eitt, sem var búið að sólunda öllum sjóðum sínum í tóma vitleysu og bílaframleiðendur, sem ekki geta sett fram neinar raunhæfar rekstraráætlanir.
Á meðan fara fyrirtækin, eitt af öðru, á hausinn og æ fleiri verða atvinnulausir. Hverjir verða þá eftir til að borga skatta svo hægt verði að borga lánin sem hafa vaxið þjóðinni til höfuðs ?
Það sorglega við þetta er að þetta er ekki bara að gerast vestur í BNA, þetta er líka að gerast í Evrópu og þetta er að gerast hér. Ráðamenn eru ráðþrota, þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera og ef einhverjir koma með snjalla hugmynd, þá er ekki hlustað, vegna þess að hugmyndirnar koma ekki frá "réttum" aðila þ.e. þeim sem er stjórnvöldum samboðið. Þetta sýnir okkur að stjórnvöld eru vanhæf.
Ótti minn er hinsvegar sá að þegar almenningur verður búinn að fá nóg af biðinni eftir aðgerðum og raunhæfum úrræðum, muni þeir taka til sinna ráða og þá er hætt við að illa fari. Guð forði okkur frá að þurfa að horfa upp á slíkt.
Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég verð að viðurkenna að ég óttast hið versta.
Fagnar tímamótasamkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var nokkur að tala um að lengja í hengingarólinni ? Ég fæ ekki séð að forustumenn Vesturlanda hafi hugmynd um að efnahagsvandi heimsins stafar af ríkjandi peningastefnu.
Á meðan menn skilja ekki vandann munu menn vaða lengra út í fenið, þótt komnir sé upp að höndum. Þegar menn loks vakna til vitundar, verða þeir komnir upp að höku. Þá verður líklega of seint að snúa við !
Við sjáum hvað Peningastefnunefndin Íslendska er ringluð. Þeir halda að það sé peningastefna að ákveða stýri-vexti ! Hvílíkir aular.
Ef við tökum ekki upp "fastgengi undir stjórn Myntráðs" mun okkur halda áfram að blæða. Ef við tökum ekki upp "reglu-bundna peningastefnu" sem leyfir fjármála-markaðnum að starfa á heilbrigðan hátt, mun ringulreið halda áfram að einkenna efnahagstjórn landsins.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.