30.3.2009 | 14:01
Endurheimt eðli
Framsóknarflokkurinn hefur að fullu endurheimt eðli sitt: Haltu mér slepptu mér eðlið, ég vil en vil samt ekki, er með en er samt ekki með !!!
Framsóknarflokkurinn vildi endilega styðja vinstri stjórnina, en ekki taka neina ábyrgð á henni. Hann vildi að hún kæmi málefnum hans í gegn, en ekki bera neina ábyrgð á þeim. Hann vill í ríkisstjórn eftir kosningar, en fær að öllum líkindum ekki að vera með og jafnvel ef svo færi að hann hefði kost á að vera með í ríkisstjórn eftir kosningar er ólíklegt að hann vilji vera með.
Þetta minnir óneitanlega á gamla tíma þegar flokkurinn var opinn í báða enda. Það blæs hressilega í gegn og enginn innanflokks veit hvaðan að sér stendur veðrið. Þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og eru í mestu vandræðum með að taka afstöðu.
Er að furða að fylgið hrinur af flokknum. Framsóknarflokkurinn á ekki von á góðu ef hann tekur ekki á sig rögg og tekur afstöðu með eða á móti, er fylgjandi eða ekki. Eitt er víst að Framsóknarflokkurinn verður skilinn útundan eftir kosningar ef Sandfylkingin og Vinstri grænir ná tilætluðum meirihluta. Ef SF og VG tekst hinsvegar ekki að ná þeim meirihluta sem þeir stefna að þá verður Framsókn í besta falli varahjól (með sprungið dekk) í endurnýjaðri vinstri stjórn. Það verður nú meiri sælan, eða hitt þó heldur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha
Um hvað ertu að tala?
Framsóknarflokkurinn ákvað að verja minnihlutastjórn ef farið yrði í aðgerðir til hjálpar heimilinum. Minnihlutastjórnarflokkarnir samþykktu það en sviku svo strax.
Vil benda þér á viðtalið við Sigmund Davíð í morgun, http://dagskra.ruv.is/ras1/4456085/2009/03/30/3/. Fróðlegt viðtal.
Jón Finnbogason, 30.3.2009 kl. 14:26
hahaha
Framsóknarflokkurinn hefur ekki fram að þessu séð ástæðu til að setja stjórninni stólinn fyrir dyrnar þrátt fyrir marg svikin loforð. Framsókn hefði getað gripið inní og þrýst á að ríkisstjórnin kæmi heimilunum til bjargar, en þrátt fyrir niðrandi ummæli ráðherra í garð Framsóknar er umburðarlyndið algert og óttinn við að gera eitthvað sem kjósendum líkaði ekki hefur haldið aftur af Framsóknarflokknum.
Það þýðir lítið fyrir Sigmund Davíð að koma fram núna og segja "...það er of stuttur tími til að gera nokkuð núna". Hann getur sjálfum sér um kennt og Framsóknarflokkurinn allur, sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara.
Ég er sannfærður um að það færi best ef Framsóknarflokkurinn næði vopnum sínum aftur, en það er borin von.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.3.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.