Sandfylkingin og ESB

Er ekki kominn tími til fyrir Sandfylkinguna að hætta þessum sandkassaleik.  Sú þráhyggja fylkingarinnar mun að lokum koma íslenskri þjóð á kaldan klaka ef fram heldur sem horfir.  Fylkingamenn  segja að með því að leggja inn umsókn að ESB muni það eitt styrkja efnahags kerfi landsins og álit annarra þjóða á okkur.  Hvílík endemis vitleysa.  Það eina sem fylkingin er að hugsa um er að koma nokkrum krötum á ESB spenann suður í Brussel.  Hvaða hjálp var það fyrir Eystrasaltsríkin að sækja um aðild að ESB ?  hvar standa þau nú ?  Erfiðleikar þessara þjóða hafa vaxið gríðarlega.  Hvað um Írland ?  hvaða skjól hafa þeir fundið í ESB ? akkúrat ekki neitt, þar er enga hjálp að fá, hvorki frá Seðlabanka ESB eða embættismönnum ESB í Brussel sem öllu ráða.

Það er hrein blekking að halda því fram að okkur væri betur borgið í ESB.  Sandfylkingin er loks að koma út úr skápnum þegar þeir álykta "...að setja skuli ákvæði í stjórnarskrána sem heimili að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum og alþjóðastofnunum." 

Þar höfum við það, svart á hvítu, Sandfylkingin er tilbúin að fórna fullveldi þjóðarinnar fyrir óskilgreinda hagsmuni einhverra fylkingarmanna.  Hér er ekki verið að huga að þjóðarhag það er víst.

Ef fylkingunni tekst að drösla okkur inn í ESB erum við að tala um þjóðhagslegt stórslys, vandamál sem ekki verður auðvelt að komast út úr á nýjan leik.  Ætli við getur talið það þjóðarhag að hafa viðloðandi 10 - 14% atvinnuleysi í góðæri og enn meira þegar þrengir að eins og nú er.  Sú er staðreyndin í öllum jaðarríkjum ESB.

Víða í Evrópu er fólk nú þegar farið að velta fyrir sér hvernig þjóðir þeirra geti komist út úr ESB skrímslinu og Evru fjötrunum.

Ef fylkingin vill láta taka sig alvarlega ætti hún að hætta ESB draumórum sínum og fara að snúa sér að því sem skiptir máli, þeim sem snúa að heimilum og fyrirtækjum landsins.

 


mbl.is Samfylkingarfólk sammála um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband