25.3.2009 | 20:53
Í fangelsi með þá
Er ekki kominn tími til að eiturlyfjasalar, barnaníðingar og aðrir morðingjar verði látnir bera ábyrgð gerða sinna, þeim stungið í steininn, það er í hegningarhús en ekki betrunarhæli og látnir dúsa þar í 25 ár hið minnsta. Áður en dómur í máli þeirra sem rökstuddur grunur leikur á að séu sekir gangi ekki lausir. Eigur þeirra sem stunda eiturlyfjasölu verði gerðar upptækar og þær notaðar til að efla fíkniefnadeild lögreglunnar og til forvarna.
Ég vil hrósa lögreglunni fyrir vel unnin störf upp á síðkastið og hvetja þá til dáða. Á sama tíma vil ég hvetja hið háa Alþingi að samþykkja lög sem kveða á um að framangreindir aðilar fái þunga dóma, eins og ég sagði 25 ár, að byggt verði rammgert fangelsi þar sem þeir verða geymdir, upptöku eigna fíkniefnasala og verði mökum þeirra og börnum gert að sanna eignarétt á því sem kann að vera skráð á þeirra nafni. Þeir sem gripnir eru við sölu fíkniefna fyrir aðra fái mildari dóm ef þeir geta bent á þann sem hefur hag af sölunni og leitt til handtöku hans.
Þetta er það sem gert er víða erlendis. Vægir dómar þar sem menn eru vistaðir á 5 stjörnu "betrunarhæli" er ekki að skila neinum árangri, lögin verða að vera letjandi fyrir þessa menn, en ekki hvetjandi eins og nú er.
Hald lagt á 650 kannabisplöntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 165943
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú kannski fullangt gengið hjá þér að flokka marijuanaræktendur og barnaníðinga saman. Svo veit ég ekki betur en að glæpatíðnin í Hollandi, þar sem gras er löglegt, sé lægri en t.d. á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Belgíu, Þýskalandi ofl. Í fullri hreinskilni gæti lögreglan verið að gera eitthvað mun gáfulegra heldur en að elta marijuanaræktendur.
Sigurbjartur Sturla Atlason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:45
Vá, ég á ekki orð.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 23:05
Tek undir með Birgi, þessi póstur þinn angar af fáfræði og algerlega ótengdri umræðu. Að bera saman þessa flokka er óskiljanlegt, og á enga samleið.
Ágúst Ævar Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 03:11
Þú ert alvarlega veikur maður.
dsjo, 26.3.2009 kl. 03:57
25 ár fyrir að rækta blóm? 'eg hef unnið í fangelsum í 25 ár í Svíþjóð og aldrei séð eða hitt fanga þar fyrir marijuanasölu. Reyndar á Litla-Hrauni í eitt ár bara 4 tíma í viku. Engin var þar fyrir marijuana.
Svo er mest af íslensku grasi (marijuana) ekki selt á Íslandi. Þetta er til útflutnings. Þessi "dugnaður" fíkniefnalögreglu er eltingaleikur um yfirvinnu. Ekkert annað.
Annaðhvort ertu heimskur, lasin í höfðinu eða stórhættulegur maður Tómas minn. Og ég virkilega vorkenni þér.
Kíktu á þessa síðu og lærðu eitthvað um þessi mál áður enn þú skrifar um málefni sem þú hefur ekkert vit á. Bara gott ráð. www.leap.cc
kv,
Óskar Arnórsson, 26.3.2009 kl. 06:17
Það er aldeilis að menn eru viðkvæmir. Ég veit ekki betur en sala á marijúana og öðrum fíkniefnum séu ólögleg hér á landi og víðast um heim. Var ég ekki eingöngu að fjalla um marijúana heldur öll fíkniefni, legg þau öll að jöfnu. Fíkniefni eru fíkniefni sama hvað nafni þau nefnast, eru ætluð til að fólk fari í vímu. Að halda að lögleiðing breyti öllu það er bara rangt. Þið megið kalla mig veikan, en ég hef séð með eigin augum hvaða afleiðingar fíkniefni hafa á fólk, hvort heldur um kannabis eða önnur sterkari er að ræða. Áhrifin sem þau hafa eru ekki bara á neytendur þeirra heldur fjölskyldu vini o.fl.
Dóp er dóp og lög eru lög.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2009 kl. 09:42
Legur þú öll eiturlyf að jöfnu? 'ahvaða lyfjum ertu eiginlega? 'eg er búin að vera fíkniefnaráðgjafi í 25 ár og þú hefur enga hugmynd hvað þú ert að tala um. Ekki eru barnaníðingar allir dópistar. Það VBEIT ég. Morðingjar, sérstaklega atvinnumenn í pöntuðum morðum koma ekki nálægt dópi.
Ertu búin að skoða síðuna sem ég benti þér á? Þú segist hafa áhuga á trúmálum. Ok, ef þú ert kaðólikki, ertu barnaníðingur.
Amen
PS. Ég er ekki viðkvæmur fyrir fólki eins og þér. Hef skotið marga menn sem áttu það fyllilega skilið. Ég er samt ekki morðingi. Allataf í nauðavörn. Tvöfaldur morðdómur fyrir blómarækt segir allt sem segja þarf um þig sem persónu. Mitt álit er að þú sért psykopat.
Óskar Arnórsson, 26.3.2009 kl. 10:13
Kæri Óskar,
á ég að taka þetta, að þú hafir skotið marga menn, sem hótun ??? Sölumenn dauðans (fíkniefnasalar), barnaníðingar og aðrir morðingjar eru þeir sem leggja líf fjölda einstaklinga í rúst og kalla ég það morð. Sum morð eru sálræns eðlis, þar á sérstaklega um börn sem verða fyrir nauðgun. Þeir sem eru harðir fíkniefnaneytendur byrjuðu ekki á sterku efnunum, þeir byrjuðu á þeim veikari, þeim efnum sem þér finnst í lagi að selja börnum og unglingum, ef ég skil þig rétt, en það er yfirleitt markhópurinn.
Við höfum greinilega mismunandi sýn á þessum efnum, en ég get sagt þér það að fúkyrði þín í minn garð munu ekki breyta skoðun minni á þessum málum, ekki mun einhver vefsíða gera það heldur. Trúmál koma þessu máli ekki við, ekki eru allir með heilbrigða skinsemi trúmenn.
Ég á ekki von á því að skrif mín munu hafa áhrif á þig, þó svo að ég vildi að svo væri, ekki munu heldur skrif þín með fúkyrðum og blammeringum hafa áhrif á skoðanir mínar.
Bestu kveðjur og lifðu heill.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2009 kl. 12:23
Það er afar varhugavert að leggja allt sem ólöglegt er að jöfnu. Samkynhneigð var bönnuð með lögum sem og áfengi og ýmislegt annað sem þykir nú alveg sjálfsagt. Á svipuðum tíma og kannabis var fyrst bannað blómstraði tóbaksiðnaðurinn og hinir og þessir læknar fengu greitt fyrir að koma fram í auglýsingum hjá tóbaksfyrirtækjum og auglýsa vöruna og engum svo mikið sem grunaði að það gæti verið hættulegt.
Ég nefni þetta til að vekja athygli á því að það er erfitt að styðja mál sitt með ólögheitum efnis sem fyrst var bannað í Bandaríkjunum á fyrri hluta síðustu aldar þarsem vísindarannsóknir þýddu aðeins eitthvað ef enginn hafði hagsmuna að gæta. Fleiri tugir rannsókna sem farið hafa fram og sýnt fram á skaðsemi kannabis hafa síðar verið afhjúpaðar sem spilltar. Skemmst er að minnast rannsóknar sem Nixon Bandaríkjaforseti gerði á sínum tíma og áætlaði að myndi í eitt skipti fyrir öll sanna skaðsemi efnisins. Hann valdi afar íhaldssama vísindamenn í rannsóknina. Það kom honum því miður skemmtilega á óvart þegar rannsóknin sýndi að ekkert væri til í núverandi banni á kannabis, svo hann hundsaði niðurstöður rannsóknarinnar og hélt áfram með sinn áróður.
Að berja hausnum við vegginn með þá einu rökfærslu að þetta sé ólöglegt og þessvegna þurfi enginn heilvita maður að leita sér frekari sannana um skaðsemi efnisins er það sem flestir virðast vera að gera í samfélaginu í dag, f. utan fáeina sem komið hafa fram undanfarið með rannsóknir frá SÁÁ eða einhverjum álíka, þarsem aðeins er stuðst við rannsóknir sem henta þeirra málstað burtséð frá því hve spilltar þær rannsóknir kunna að vera.
Þetta samfélag er hlægilegt.
Leifur Finnbogason, 26.3.2009 kl. 13:20
Kæri Leifur
Það er til hávær minnihluta hópur sem þú virðist tilheyra sem telur kannabis skaðlaust. Mér nægja þau dæmi sem ég hef séð með eigin augum að halda öðru fram. Kannabis hefur ekki hjálpað því fólki þvert á móti og þeir sem hefja neyslu með kannabis eru mun líklegri til að leiðast út í sterkari lyf, þú þarft ekki að segja mér neitt annað. Hvers vegna heldur þú að svo margir eigi við fíkniefnavanda að stríða ? heldurðu að allt þetta fólk hafi bara farið beint í sterku efnin ? nei takk, það er ekki svo einfalt, þetta byrjar allt með veikari efnum sem leiðir síðan af sér neyslu sýfelt sterkari efna.
Lifðu heill og lifðu vímulaus.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2009 kl. 13:37
Kæri Tómas!
Nei þú átt ekki að taka þetta sem hótun. Ég hef engan drepið. Og vonandi kemur aldrei til þess. Ég hef gert heróínsala óvíga sem vildu hefna sí á mér vegna þess að ég kom þeim í fangelsi með hjálp lögreglu í Svíþjóð. Er með tvö skotsár eftir þá.
Hávær minnihlutahópur er þín eigin fantasía um kannabis. Kannabis leiðir ekki til sterkari neyslu og eru margar rannsóknir sem staðfesta það. Það er 20 ára gömul þvæla. <Skoðaðu síðuna sem ég benti þér á, þar eru lögregla, saksóknarar og dómarar sem segja frá reynslu sinni.
Það er rétt hjá þér að fúkyrði hjálpa ekki neitt. Enn ekki heldur skrif frá manni sem greeinilega veit ekkert hvað hann er að tala um, og þar á ég við þig.
Fúkyrði lærði ég á togurum í gamladaga og er það góð og gild íslenska og ekki þetta flata og leiðinlega kurteisishjal sem er að eyðileggja kjartyrta íslensku.
Snus, sem er munntóbak er klassað sem eiturlyf á Íslandi. Fæst hér í Svíþjóð í hverri búð. Þess vegna koma ekki margir Svíjar til Íslands. Það er meira vanabindandi enn heróín.
Fentalín er orðin faraldur um öll norðurlönd. 1 kíló nægir til að gera eitt tonn af "góðu heróíni. Það er framleitt í Rússlandi.
Í Danmörku eru læknar farnir að skrifa út hreint heróín fyrir stúlkur svo þær þurfa ekki að stunda vændi, og fyrir stráka svo þeir þurfi ekki að stela fyrir næsta skammti.
Ef heróínisti fær ekki skammtinn sinn, fer hann í það næst sterkasta sem er áfengi. Kannabis myndi ekki hjálpa neitt. Annars þarf ekki að smygla neinum eiturlyfjum til Íslands eða rækta kannabis.
Þú getur keypt þau algjörlega löglega í Byko og Bónus. Þarft bara kunna framleiðsluna sem tekur einn til tvo tíma að gera í venjulegu eldhúsi. Og eru þau hressilega sterkari enn marijuana.
Þú átt ekki að gera þig að fífli með að skrifa um málefni sem þú hefur ekkert vit á.
Kókaín er stærsta vandamálið á Íslandi í dag, því þau efni nota bankastarfsmenn, forstjórar, lögfræðingar og yfirstéttin á Íslandi. Þetta er dýrt efni og það eru engvir rónar og ræflar oní bæ sem kaupa þetta. Kókaín á stóran þátt í bankahruninu og lögreglan á Íslandi veit af því.
Ég tilkynnti þetta sjálfur fyrir meira enn tveimur árum. Var á Íslandi tæp 3 ár til að hjúkra móður minni síðustu árin í hennar lífi.
Lifði heill sjálfur, og hættu að bulla um hluti sem þú veist ekkert um.
kv,
Óskar Arnórsson, 26.3.2009 kl. 14:37
Margt af því sem þú segir Óskar um hin sterku efni get ég tekið undir með þér. Ég get hins vegar ekki litið fram hjá því sem ég hef séð með eigin augum, sama hvað þú eða aðrir segja. Ég þykist ekki vera alvitur í þessum efnum enda hef ég aldrei prófað þessi efni sjálfur, en eins og ég sagði hér að framan þá tek ég meira mark á því sem ég hef séð frekar en það sem menn segja mér.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2009 kl. 15:30
Þú kemur nú með tvenn mótrök sem auðvelt er að fella; gateway theory og eigin reynslu.
Af mörgu má taka af hinu fyrra. Aðalkenningin er að kannabis sé fyrsta ólöglega efnið sem margir neyta og er það því ofurskaðlegt. Margir semsagt leggja saman 2 og 2 og fá út níuþúsund.
Hversu margir sem leiðast útí harðari efni byrja á áfengi eða tóbaki, nú eða skyndibitamat eða koffíni? Það er ekki hægt að gera einfalt samasemmerki milli einstaklinga sem neytt hafa bæði harðari efna og kannabiss, helsta tengingin er sú að allt er þetta ólöglegt en enganveginn fer fólk sjálfkrafa úr kannabisneyslu í aðra neyslu. Það er ekki hægt að velja ákveðið algengt efni og bendla það beint við neyslu annarra efna nema að hafa góða og gilda tengingu þar á milli. Eina tengingin á milli kannabiss, sem er afar slakandi og hamingjusamt lyf og þessara harðari örvandi efna er sú að þau eru ólögleg sem þýðir að þau eru seld af ólöggildum sölum sem jafnvel hafa bæði í boði. Eina rökrétta leiðin til að aftengja þetta er að lögleiða kannabis svo kannabisneytendur þurfi ekki að leita til þessara ólöggildu sala. Annað er svo að þrátt fyrir lögmæti áfengis og tóbaks eru þeir ófáir sem byrjuðu á neyslu þeirra efna áður en til harðra fíkniefna kom en engum dettur í hug að segja að áfengi og tóbak leiði útí neyslu vegna:
a) lögmæti þessara efna og
b) magns einstaklinga sem neyta áfengis og/eða tóbaks en hafa aldrei snert við þessum hörðu efnum. Hinsvegar má það sama segja um kannabis.
Svo er það þín persónulega reynsla sem þú færir fram sem rök. Hvað akkúrat sást þú með eigin augum? Sástu heilbrigða menn verða föla og horaða af hassi einsog einhver í bók Thors Vilhjálmssonar frá 1970 (en þess má geta að fólk undir áhrifum kannabisefna verður óhemju svangt og því erfitt fyrir stórneytendur að grennast mikið)? Sástu veikburða einstaklinga fremja morð undir áhrifum kannabisefna? Það er enganveginn hægt að taka mark á þinni persónulegu reynslu sem þú upplýsir ekki einu sinni hver nákvæmlega er, nema óljóst um að það tengist kannabis og einhverju óskilgreindu en hræðilegu.
Vísindin (þegar þau eru óspillt) munu alltaf bera höfuð og herðar yfir persónulegar reynslur manna, þá sérstaklega ef alls óvíst er hvað gerðist, nú eða hvað varð valdur að reynslu þeirra sem sínar reynslur fram færa. Þú hefur ekkert íhugað að kannski var það ekki kannabis sem olli þessari gríðarlega slæmu reynslu sem þú byggir skoðun þína á heldur eitthvað annað?
Mbk.,
Leifur Finnbogason, 26.3.2009 kl. 16:04
Lifðu heill í hópdáleiðslunni. Ég trúi mínum augum líka. Við getum verið sammála um að vera ósammála.
Þú veist þá væntanlega af því að mestu illvirkjar heimssögunar voru hörðustu dómarar viðkomandi landa.
Ég var bara að velta því fyrir mér hvaðan refsigleðin kemur frá þér. Litla Gula Hænan segir í sálfræði að hún komi frá mestu illvirkjunum.
Hvaða hroðalegu hluti hefur þú gert af þér til að verða svona dómari?
Óskar Arnórsson, 26.3.2009 kl. 16:05
Já Óskar ég held að við getur báðir verið sammála um að vera ósammála og það sama á við Leif. Skoðanir okkar eru svo gerólíkar. Kýs ég því að vera ekki að munnhöggvast frekar við ykkur á blogginu mínu.
Lifið heilir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2009 kl. 20:47
Leifur: Hvaða málstað hefur SÁÁ að verja? Hvernig dettur þér í hug að SÁÁ hagnist á að kannabis sé bannað? Þeirra stærsti viðskiptahópur er áfengisneytendur. Ekki er það ólöglegt.
Páll Geir Bjarnason, 27.3.2009 kl. 03:10
Þú ert ekki með nein "skoðun" kæri Tómas. Þ:ú ert lasin. Leytaðu þér hjálpar. Ég þurfti að gera það sjálfur þegar ég var að reyna að tala ungan mann til sem var með tvíhleypi upp í munninum á sér og þegar ég hélt að ég væri búin að ná sambandi við hann, hleyppti hann af og náði að skjóta úr báðum hlaupum.
Andlitið sem var það eina sem eftir var af honum, datt niður á bringuna. Það fór í taugakerfið að vera 1 meter fra svona atviki. Var í samtölum í marga mánuði eftirá. Hann var undir áhrifum áfengis og konan hans hafði skilið við hann.
Þetta var eitt af þeim verkefnum sem ég tók að mér. Við erum öll með einhver vandamál, ég með mitt og þú með þitt.
Fangelsi er foreskja og skoðaðu bara það sem Kanada er að gera í þessum málum. Þeir ná alla vega árangri sem toppar allann heimin. Þeir eru búnir að leggja niður orðið refsing. Ég vil heldur ekki nunnhöggvast við þig, og er það ekki meining mín. Éf er bara að segja þér frá því sem ég hef séð og upplifað.
Kær kveðja og farðu vel með þig,
Óskar Arnórsson, 27.3.2009 kl. 09:08
Afsakaðu stafsettningarvillur, enn íslenska er ekki lengur mit fyrsta mál...
Óskar Arnórsson, 27.3.2009 kl. 09:11
SÁÁ hefur þá skoðun og þarmeð þann málstað að kannabis sé verk djöfulsins (eða svona sirka). Þeir hafa engra ofur hagsmuna að gæta en engu að síður þá byrjuðu þeir að breiða út lygum um efnið og verða að halda sig við lygarnar vilji þeir að almenningur taki þá alvarlega. Ef þeir játa að jafnvel einn stafur af því sem þeir halda fram varðandi MDMA, kannabis og svo framvegis sé rangur heldurðu ekki að ef það kæmist í almenna umræðu að fólk færi að vantreysta þeim algerlega?
Skil annars ekki hve erfiðlega fólk á með að trúa að það sem yfirvaldið heldur fram sé ekki rétt. Þú þarft ekki nema rétt að kíkja á youtube og leita að drug propaganda til að sjá forvarnarmyndir frá sjötta áratugnum sem almenning finnst fjarstæða í dag, enda voru þetta helberar lygar og síðan þá hefur yfirvaldið dregið úr lygunum.
SÁÁ fer svo að sjálfsögðu eftir yfirvaldinu.
Leifur Finnbogason, 27.3.2009 kl. 12:28
Hefurðu lesið heimasíðu SÁÁ þar sem farið er yfir vímuefnin? Ég get ekki séð neinn sérstakan áróður gegn kannabis í þeim kafla. Því síður um MDMA. Yfirlýsingarnar eru byggðar á efnafræðilegum staðreyndum og vísindalegum rannsóknum utan úr heimi, einkum Bandaríkjunum. Þegar niðurstöður rannsókna breytast eða nýr vinkill kemst á málin er hann einfaldlega metinn og kunnáttan uppfærð ef þörf þykir til. Auðvitað er allt önnur vitneskja núna heldur en 1977 þegar SÁÁ var stofnað. Heldur þú virkilega að SÁÁ byggi á sömu kunnáttu og árið 1977? Ég held þú sért á miklum villigötum varðandi tilgang, markmið og motivation SÁÁ í þessum málum. Og ef þú heldur að SÁÁ tengji vímuefnin við djöfulinn ertu að hugsa um röng meðferðarsambönd. Það eru til Biblíumeðferðir en þú finnur þær ekki á Vogi.
SÁÁ hefur engan hag af því að ljúga um hlutina. Þar á bæ er mönnum í grunninn sama hvort efnin séu lögleg eða ólögleg. Hlutverkið er að hjálpa þeim sem lenda í vandræðum með neysluna og vilja aðstoð. Þar er enginn hagur séður í "lögleyfingu" eða banni vímuefna, hvort sem er, enda meirihluti skjólstæðinga áfengisneytendur.
Og SÁÁ er ekki "yfirvaldið".
Páll Geir Bjarnason, 28.3.2009 kl. 02:05
SÁÁ með hjálp Þórarins Tyrfingssonar hjálpaði mér að hætta kannabisneyslu á Silingupolli sem byrjaði 20 maí 1982.
Síða breyttist þessi gamli morfínisti. Hann kallar sjálfan sig Alka sem er víst mikið fínna á Íslandi. Enn hvað, sama dag sem kom grein um hann í blaðinu Mannlíf, stóð þetta: Fjölskyldan loksins orðin edrú!!!
Ég sat á kaffihúsi, aleinn, nýkomin úr húsi þar sem sonur hans var með sprautuna í handleggnum. Þórarinn skuldar mér 14 milljónir sem hann ætlar ekki að borga.
Ég fékk svo mikið hláturskast að ég varð mér til algjörrar skammar. Hef bara hitt hann einu sinni á fyrirlestri sem einhver kunningi hans hélt á vogi um fangelsismál.
Fór ég til hans og heilsaði. Hannn tók í hendinina á mér enn var að skoða eitthvað merkilegt á gólfinu á meðan. Hann er óhæfur að öllu leyti sem læknir og hefur alltaf verið.
Hann er týran, og sjórnar sem týran. Rekur alla sem eru ekki sammála honum. Mér líst á hann núna eins og Guðmund i Byrginu. Það er eitthvað mjög dulafullt við þennan Þórarinn í dag.
Óskar Arnórsson, 28.3.2009 kl. 04:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.