Vísitalan lækkar

Það er ekki oft sem það hefur gerst, en nú hefur vísitalan lækkað um rúm 0,59% milli mánaða sem svarar til um ca. 7,2% lækkun vísitölu á ársgrundvelli.  Þetta segir okkur það að um verðhjöðnun hefur verið að ræða frá fyrra mánuði.  Á sama tíma eru stýrivextir 17%. 

Hvar annarsstaðar í heiminum eru vextir 17% á sama tíma og verðhjöðnun á sér stað ?  svarið er einfalt: hvergi.  Ríkisstjórnin sem ætlaði að bjarga öllu fékk útlending til að vera Seðlabankastjóri og stofnaði nýtt peningamálaráð sem átti að vinna faglega að málum og koma öllu í rétt horf, hefur misst niðrum sig buxurnar og hafa opinberað blygðun sína.

Skjaldborgin sem átti að slá um heimilin er að verða að áþján heimilanna.  Kommúnisminn er farinn að segja til sín í ríkisvaldinu.  Verið er að gera heimilin og fyrirtækin svo háð ríkinu að hjúin Jóhanna og Skallagrímur geta brátt fundið sig í hlutverki þeirra sem hafa alræðisvald.  Er það ekki einmitt það sem við öll viljum ? 

Það er ekki nóg með það að vextir eru í hæstu hæðum, heldur er það deginum ljósara að ef sömu flokkar verða saman í ríkisstjórn eftir kosningar munu skattar einnig verða í hæstu hæðum og það sama gildir með atvinnuleysið.

Hvílík dásemd !!!


mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband