18.3.2009 | 01:16
Er 20% niðurfærsla skulda raunhæf ?
Ef ég skil hlutina rétt þá er búið að gera ráð fyrir því að verulegur hluti lána hjá Íbúðarlánasjóði og nýju bönkunum muni ekki fást greidd. Þar af leiðandi er búið að færa niður lánasafn þessara stofnana í formi varúðar afskrifta. Með þessari aðferð er ekki gert ráð fyrir því að ríkið leggi krónu í þessar lánastofnanir. Jafnvel þó svo væri þá getum við bókað það að ríkið mun þurfa að koma til móts við lánastofnanirnar og fjölda heimila með beinum og/eða óbeinum hætti, með því að leggja fram milljarða króna.
Ef fólk getur ekki greitt af lánum sínum munu lánastofnanirnar þurfa að leysa til sín fjölda íbúða með ærnum tilkostnaði. Veruleg hætta er á því að fólk lendi á vergangi jafnvel þó svo að fjöldi íbúða sé á lausu. Um leið og fólk upplifir vonleysi og sér ekki neina lausn mála sinna, ef ríkisvaldið heldur áfram að draga lappirnar í því að koma til móts við heimilin í landinu, er hætta á alvarlegri upplausn í landinu.
Það má vel vera að það eigi ekki allir rétt á að fá slíka niðurfærslu, það má skoða það. Við munum ekki finna eina réttláta lausn á málefnum fjölskyldna. Lífið er sjaldnast réttlátt.
Hvað er það sem við viljum sjá í okkar þjáða landi ?? Ég fyrir mitt leyti vil sjá breytingu. Ég vil sjá þjóð sem hefur breytt um hugarfar. Hugarfar gagnvart náunganum, gagnvart verðmætum (peningum og öðrum fjármunum) og breytt hugarfar gagnvart fjölskyldum. Ég vil sjá foreldra annast börnin sín fremur enn að hlaupa eftir gylliboðum um meiri auð með því að vinna meira og hafandi lítinn tíma fyrir börnin. Börnin, fjölskyldan eru hin sönnu verðmæti, þau verða ekki keypt fyrir peninga.
Við verðum að hlúa að fjölskyldum og heimilunum. Ef niðurfelling lána um 20% getur orðið til þess að hjálpa þorra heimila í landinu, þá er mikið til unnið og þó svo að einhverjir sem eiga nóg fyrir ættu ekki að fá neina ívilnun, þá það. Við erum ekki að tala um að þeir sem hafa verið að taka lán upp á hundruð milljóna eða milljarða til að fara í "útrás" eigi að fá afslátt af sínum gjörðum, ég er hér að tala um venjuleg heimili, venjulegar fjölskyldur, fólk sem er að reyna að lifa eðlilegu lífi.
Látum ekki pólitík eyðileggja það fyrir okkur. Þeir sem ætla að nota pólitík til að stöðva þetta mál, vegna þess að það voru ekki réttu aðilarnir sem upphugsuðu þessa lausn, munu fá dóm kjósenda á kjördag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Tómas.
Ég segi eins og þú, ef ég skil hlutina rétt........ þá er ég sammála TÞH um niðurfellingu 20% skulda.....
Svo einfalt er það og ekki orð um það meir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.3.2009 kl. 06:33
Mér sýnist Tómas að þú hafir ekki lesið greiningu mína frá í gær um 20% yfirboð Framsóknar.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.3.2009 kl. 09:49
Í fyrri grein minni í gær fjallaði ég um að þessar tillögur væru skoðunar verðar. Þær eru ekki endilega gallalausar, en það má skoða hvort hægt væri að vinna út frá þeim og setja í því sambandi nokkra hagfræðinga og lögfræðinga í nefnd til að kanna málið. Það mætti hugsa sér einhverjar lágmarks skuldir með tilliti til eigna, að þar sé ekki um niðurfellingu að ræða. Ennfremur hámarks niðurfelling o.s.fr. Það hlýtur að vera hægt að finna leiðir til að útfæra tillögunar nánar.
Ég sé alla vega ekki rökin fyrir því að sópa þessum hugmyndum út af borðinu án þess að kanna þær frekar. Vil ég hér og nú taka fram að ég hef ekki fram að þessu verið talinn sérstaklega hliðhollur Framsóknarflokknum, en ég vil ekki hafna þessum tillögum á þeim forsendum að þær koma frá þeim.
Eitt er víst, hvað sem gert verður, þá mun engin aðgerð verða réttlát fyrir alla. Allar aðgerðir munu koma mis vel eða illa fyrir fólk, hjá því verður ekki komist og þurfum við að gera okkur grein fyrir því strax.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.