Hvernig er hægt að bjarga heimilunum í landinu ?

Í haust tóku menn að hóta því að þeir skildu hætta að borga lánin sín og gefa sig út á guð og gaddinn.

Það er nokkuð ljóst að það er engin ein patent lausn til, ekkert eitt ráð sem myndi duga til að bjarga okkur út úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir.  En eitt er víst að mjög mörg heimili í landinu eru afar illa stödd. 

Stundum þarf að taka ákvarðanir sem geta verið óvinsælar, vafasamar og jafnvel óréttlátar í augum margra.  Umræðan um 20% niðurfellingu skulda er nokkuð sem margir vilja sópa út af borðinu og það helst án þess að fjalla um það neitt frekar.  Margir vilja meina að sú aðferð væri óréttlát því hún kæmi misvel niður á fólki.  Rétt er það, en ég held að við getum ekki fundið fullkomna leið, leið sem væri svo réttlát að allir nytu þeirra til jafns.  Það verður aldrei hægt að gera hlutina svo öllum vel líki.

Ég veit ekki hvort þessi leið sé fær, en mér finnst menn vera fljótir til að hafna þessari hugmyndafræði.  Hvernig væri að skoða málið, velta því fyrir sér, setja nokkra hagfræðinga og lögfræðinga í nefnd til að kanna hvort þetta sé yfir höfuð gerlegt.

Eitt er víst að ef ekkert gerist og það fyrr en seinna, þá mun illa fara fyrir mörgum heimilum.  Ég sé ekki ástæðu til að keyra heimili í þrot eða gera fólki gersamlega ókleyft að borga sínar skuldir, en um það snýst þetta allt saman.  Við skulum gæta að því að þegar búið verður að þröngva mönnum út í horn og þeir sjá sér enga undankomu leið, þá er hætt við að menn grípi til örþrifa ráða.  Guð forði okkur frá slíku, einstaklingar, fjölskyldur, heimili eru dýrmætari en peningar.

Peningar og fjármunir eiga að vera til okkar vegna, en ekki við þeirra vegna.  Peningar eiga að þjóna okkur, en ekki við peningunum.  Íslenska þjóðin þarf að fara að temja sér nýja hugsun, er ég þar meðtalinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 165633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband