11.3.2009 | 16:31
Þráhyggja Björgvins G.
Björgvin G. Sigurðsson er einn Sandfylkingarmanna sem er haldinn þeirri þráhyggju að íslenska þjóðin verði að ganga í ESB. Það yrði algjört glapræði ef Björgvini og öðrum úr Sandfylkingunni tækist að stofna framtíð íslensku þjóðarinnar í hættu með því að draga okkur inn í þennan óskapnað sem ESB er.
Það vekur furðu mína að Sandfylkingin skuli leyfa sér að tala um lýðræði á sama tíma og þeir vilja ekki leyfa almenningi að kjósa um það hvort við eigum yfir höfuð að fara í aðildarviðræður. Ekki veldur það minni furðu sú staðreynd að fylkingin skuli vilja drösla okkur inn í þessa ófreskju sem er svo fjarri því að vera lýðræðislegt apparat að íbúar ESB eru farnir að efast um tilgang sambandsins.
Lýðræðishjal Sandfylkingarinnar er bara í nösunum á þeim, fylkingin meinar ekkert með því er talað er um lýðræði, það á bara að hljóma vel í eyrum kjósenda. Maður veltir því stundum fyrir sér hvort búið sé að lofa þeim einhverjum bitlingum í Brüssel.
![]() |
Ný ríkisstjórn um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 134
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur aldrei verið talað um annað en að það yrði lagt fyrir þjóðina hvort ætti að fara í aðildarviðræður við ESB og yrði það gert með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er ekki þráhyggja hjá Björgvin G. Sigurðssyni, heldur skynsemi. Því það er ekki spurning um hvort heldur hvenær við göngum í ESB.
Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 16:48
Kæri Tómas. Það er alltaf fínt að geta bloggað sig stóran. Rökstuðningur fyrir óskapnaðinum og ófreskjunni í ESB er enginn í þinni aðferð í lýðræðislegri umræðu. Það er kannski vegna þess að lýðræðisuppeldi íslendinga er ekki vandað. Það er bara frasi sem hægt er að grípa til einsog þegar trúaðir tala um kærleika án þess að rækta hann í samskiptum við náungann.
Einu sinni hélt ég að íslendingar ættu ekki að fara í bindandi samstarfmeð öðrum þjóðum vegna þess að þeir gætu það ekki. Vantar í uppeldið festuna, ræktina við langtímamarkmið og trú á
stöðuleika umfram skammtíma reddingar.
Krónan, verðtryggingin, landbúnaðurinn, sjávarútvegurinn, byggingabransinn, bankarnir ,menningarmálin allt á þetta skilið að fara undir almenninlegt regluverk ESB sem hægt er að fara eftir af því að það gildir um alla innan sambandsins. Ef þetta verður til að Íslendingar geta ekki spjarað sig sem sjálfstæð þjóð þá munu þeir ekki heldur geta það án ESB. Reyndar erum við svo þungt inni í ESB að afneitun á þeirri staðreynd er okkur bara til trafala. Það er ekki pólitískur vilji til að segja okkur úr EES. Þar með er bara einn leikur í stöðunni að halda áfram í fulla aðild.
Flestir segja að við semjum ekki um nein grundvallaratriði ESB í besta falli verður um aðlögun að ræða. Ég er alveg sammála þessu. Auðvitað göngum við í pakkann einsog hann kemur fyrir. 300 000 manna þjóðríki breytir ekki ESB með því að a) standafyrirutan og gjamma og b) vilja ekki taka ásig skuldbindingar sem allir aðrir verða að gera. Þetta er svo augljóst að samningarviðræðuferlið er bara formsatriði. En mér finnst æðislegt að þú takir upp málið á blogginu þínu en þá skaltu líka segja mér hvernig framtíðarsýn þín sé á Íslandi 21. aldar. Landi sem er komið í þrot og undir stjórn alþjóðagjaldeyrissjóðssins. Bundið á klafa lánaskuldbindinga sem við kjöftum okkur ekki útúr eða með þvi að liggja á bakinu og þykjast vera dauð.
Stolt Íslendinga felst í því að geta starfað með öðrum á jafnréttisgrundvelli og meika það þannig. Annað mál er að í ástandi einsog er í heiminum í dag hriktir í öllu og kannski ESB fái sína verðskulduðu útreið líka. Best væri að losna við Ítalíu og fleira rotið í leiðinni einsog bretland en mér segist svo hugur að þegar virkilega fer að reyna á samstarfið þá neyðast menn til að styrkja það enn frekar. Að halda það að þessi heimur sem við lifum í sé sanngjarn og réttlátur innan sem utan ESB er bara kjánaskapur. Má ég giska mundir þú kjósa D listann í vor? Hmm já þá skil ég hugsunarháttinn betur.....kjósa hurnið og lifa síðan í rústunum.
Gísli Ingvarsson, 11.3.2009 kl. 17:30
Maður er nú ekki svona orðljótur um þetta samband ESB en kannski allt að því!!!Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 11.3.2009 kl. 17:55
Sæll Jakob og velkominn í bloggvinahóp minn. Það hafa nú verið sjálfir SF þingmenn sem hafa hafnað því að kosið yrði um hvort fara ætti í aðilaviðræður eða ekki, en vilja að kosnið verði um útkomu viðræðna og þá hvort við ættum að ganga í ESB eða ekki. Ég tel það þráhyggju að menn eru sífelt að tuða um það að við hreinlega yrðum að ganga í ESB. Ég er því bara ekki sammála og ef ég skil útkomu skoðanakannana rétt þá er meirihluti þjóðarinnar mér sammála, en ég tek slíkar kannanir að sjálfsögðu með fyrirvara.
Kæri Gísli. Mér hefur nú þótt skorta á rökstuðning fyrir aðild að ESB. Það sem ESB sinnar kalla rökstuðning er í mínum eyrum orðagjálfur. Í samstarfi við aðrar þjóðir eigum við að standa á jafnræðis grundvelli, en aðild okkar að EES hefur því miður í fleiri tilfellum en færri verið okkur óhliðholl. Ég er þér ósammála um það að regluverk ESB hefði komið sér betur fyrir okkur hvað varðar krónuna, verðtryggingu, sjávarútveg, landbúnað, byggingarbransa og ég tala nú ekki um bankana. Kannski má setja menningarmálin þarna undir, en það er allt og sumt. Við vorum nú búin að taka upp regluverk ESB hvað varðar bankana í gegnum EES samninginn, en þeir hrundu nú samt, regluverkið dugði ekki og ESB löndin eru öll að súpa seiðið af þeim vanbúnu regluverkum.
Ég hef trú á íslenskri þjóð. Við þurfum ekki að vera betri, klárari eða æðri öðrum, en við getum átt gott samband, samstarf og viðskipti við aðrar þjóðir. Slíku var ekki að heilsa þegar EES samningurinn var gerður, við vorum neydd til að greiða stórar upphæðir til ESB svo að við gætum átt viðskipti við þær þjóðir, ég hélt að viðskipti væru gerð á þann veg að báðir aðilar nytu góðs af þ.e. ESB lönd eru ekki bara að eiga viðskipti við okkur til að vera góð við okkur, heldur eru viðskiptin báðum í hag.
Hvað lýðræði varðar, þá höfum við átt því láni að fagna að geta haft áhrif á stjórnvöld, nálægð við stjórnmálamenn og getað haft áhrif með atkvæðum okkar. Slíkt er mjög svo takmarkað í ESB og þar eru það embættismenn sem ráða meiru en stjórnmálamenn. Embættismenn sem enginn hefur greitt atkvæði sitt á lýðræðislegan hátt.
Vissulega eru erfiðir tímar í dag og það um heim allan, en það er nokkuð sem virðist gerast reglulega með einhverjum áratuga millibili. En ég get ekki séð annað en að við sem og aðrar þjóðir eigum að geta komið okkur út úr þessu og það með samstöðu þjóðarinnar.
Það hvar atkvæði mitt lendir á kjördag á eftir að koma í ljós. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn gefið það út hvar hann stendur gagnvart ESB. Fljótt á litið er það spurningin um Sjálfstæðisflokkinn eða Vinstri græna, þessir flokkar eru líklegastir til að hafna ESB aðild, en það kæmi mér ekki á óvart að þú léðir SF atkvæði þitt.
Að lokum vil ég segja það að það er með ólíkindum hvað fólk er viðkvæmt fyrir ESB, það er eins og ESB séu trúarbrögð fyrir sumum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.3.2009 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.