Útborgun úr séreignasjóði

Fyrst menn á annað borð eru ákveðnir í að heimila fólki að taka út úr séreignasjóði vegna efnahagsástandsins, er furðulegt að leyfa aðeins úttekt á einni milljón.  Áður en þessi milljón er greidd út er tekjuskattur dreginn frá, sem gerir kr. 372.000, eftir standa kr. 628.000 sem eigendurnir fá greitt á tíu mánuðum, eða kr. 62.800 á mánuði.  Nú skildist mér að úttektin væri heimiluð til að fólk gæti greitt niður skuldir, ýmist skuldir sem hafa safnast upp eða til lækkunar á lánum.  Það hefði verið best fyrir eigendur að fá upphæðina greidda út í einu lagi.  Viðkomandi sjóðir hefðu fengið heimild eigenda til að greiða beint inn á viðkomandi skuldir/lán.

Ef lífeyrissjóðirnir eiga í einhverjum vandræðum með lausafé í þessu sambandi, þá hefði verið hægðarleikur að færa greiðslurnar sem skuld lífeyrissjóðanna hjá viðkomandi lánastofnunum sem lífeyrissjóðirnir hefðu getað greitt til baka mánaðarlega með nýjum framlögum sjóðsfélaga.

Hvað heimilaða úttektarupphæð varðar, þá finnst mér upphæðin fáránlega lág.  Ef þessi aðgerð á að koma að einhverjum notum fyrir fólk, þá þarf heimildin að vera a.m.k. tvær milljónir fyrir einstaklinga og fjórar milljónir fyrir hjón.  Eins og þetta liggur fyrir í dag af hálfu stjórnarflokkanna þá er þetta algjört húmbúkk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband