Eigum við von á kerfishruni ?

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í dag um stöðu efnahagsmála,  að raunveruleg hætta væri á kerfishruni og jafnvel upplausn í samfélaginu ef ekki næðist samstaða um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir.

Vonandi man þessi sami Birkir Jón að ríkisstjórnin sem nú er við völd og gerir lítið annað en að reka Seðlabankastjóra, brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar, byggja Tónlistahús fyrir +13 milljarða, búa til 4000 störf [ekkert þeirra skapar þjóðinni tekjur í formi gjaldeyris], koma fleiri "listamönnum" á spena ríkisins, lætur sig dreyma um stórkostlegar hækkanir á sköttum og ætlar í breytingu á stjórnarskrá, er við völd á hans ábyrgð !!!


mbl.is Segir hættu á kerfishruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki allt búið að hrynja sem hrunið getur? Maðurinn er með eindæmum forspár...

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jú, þeir eru margir sem hafa tekið að sér að spá fyrir hrunið, eftirá. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.3.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þú virðist ekki hafa lesið allan aðgerðalistann yfir efnahagstillögur og þess vegna er þessi málflutningur er þess vegna ekki alveg sanngjarn. Vegna þess að það er auglajóst að flestar aðgerðir ríkisstjórnar búa til gjaldeyri. Og eru að því miðaðar. Þú hljómar þessvegna ekki sannfærandi í þessu bloggi. Og Bofs... kallinn minn ...bankarnir geta hrunið aftur og ég spái því reyndar ef þeir ljúka ekki upp skuldum sem þeim var upp lokið.

Vilhjálmur Árnason, 10.3.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Vilhjálmur 

Það fer nú lítið fyrir gjaldeyrisöflun í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, hinsvegar er að sjá gífurlega útgjaldaaukningu og ég tala nú ekki um þegar kemur að tónlistahúsi.  Margar af þeim tillögum er lúta að því að búa til 4000 störf eru góðra gjalda verðar, en ég tel að það hefði mátt huga betur að forgangröðun verkefna.  Ég fer ekki ofan af því að of lítið er hugað að útflutningsgreinum, það eru þær greinar sem skila gjaldeyri í landið, en ekki t.d. tónlistahús sem verður aðeins klafi á ríkissjóði til framtíðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.3.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 165632

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband