Framboðslistar stjórnmálaflokka

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sagst ætla að breyta kosningarlögum á þann veg að í staðin fyrir að viðhafa prófkjör eða forval, þá sé kjósendum gert að raða fólki á listann sem það kýs í kjörklefanum á kjördag.

Í fyrsta lagi, þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að Sandfylkingarformaðurinn og verkstjórinn eru búnar að ákveða hvernig fyrstu sætin á listum Sandfylkingarinnar í Reykjavík skulu vera skipaðir.

Í öðru lagi vekur að furðu mína að Sandfylkingin skuli yfir höfuð vera að halda prófkjör, ef listaröðunin á að ákveðast í kjörklefanum þann 25.apríl.  Sama má segja um VG, en þeir hafa verið að viðhafa forval í sínum röðum.

Það er eins og margoft hefur sannast, þessir flokkar segja eitt en meina og framkvæma allt annað.

Frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hafa orð og athafnir verkstjórans, fjármálaráðherra og annarra ráðherra verið í hrópandi andstöðu við málflutning þeirra hér áður fyrr.  Það er eins og siðferði í stjórnmálum eigi við alla aðra en þetta fólk.  Því líðst að brjóta lög og stjórnarskrá, en öðrum ekki, eftir þeirra eigin skilgreiningum.

Vill fólk virkilega að þetta fólk taki að sér að stjórna landinu næsta kjörtímabil?  Ég bara spyr.


mbl.is Góð kjörsókn í prófkjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 333
  • Frá upphafi: 165280

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband