Þar hafið þið það Evru sinnar

Það eru engar líkur á að evran verði boðleg fyrir okkur íslendinga næstu áratugina.  Það er ekki einu sinni líklegt að evran lifi af næstu áratugina. 

Krónan hefur dugað okkur vel og það er eins gott að við erum ekki með evru núna.  Með krónuna, svo sveigjanlega sem hún er, getum við unnið okkur út úr erfiðleikunum sjálf, á okkar forsendum.  Krónan hefur alltaf staðið fyrir sínu, en það erum við sem höfum farið illa með hana.  Það sem þarf að breytast er hugarfar okkar gagnvart myntinni sem við höfum og gildir einu hvað sú mynt heitir.

Við eigum öll þátt í efnahagshruninu, sum okkar minna en aðrir.  Við nutum þess öll á einn eða annan hátt meðan krónan var sterk.  Við tókum ekki öll lán, eða keyptum okkur ný rándýr hús og/eða bíla, en á einn eða annan hátt nutum við þess öll að allt virtist leika í lindi.  Ég fyrir mitt leita tek á mig það sem mér ber í þeim efnum, samt keypti ég ekki nýtt hús.  Ég keypti bíl, notaðan bíl, ég tók ekki lán fyrir honum, það þótti sölumanninum undarlegt, en ég sé ekki eftir því.  Við hjónin leyfðum okkur eina utanlandsferð, án þess að taka lán.  Þá er það upptalið, en ég tel samt að við höfum notið "efnahagsundursins".

En aftur að evru eða krónu, þá er evran enginn töfra mynt.  Við þurfum ekki annað en að fylgjast með fréttum af því sem er að gerast í ESB-landi þar sem evran er við líði, hún er ekki að bjarga neinum.  Svo einfalt er það.


mbl.is Ekki dregið úr evrukröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef evran kemur til Íslands fer kreppan aldrei. Hún tekur kannski á sig aðra mynd, en fer ekki.

Haraldur Hansson, 2.3.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fyrirtæki í útflutningi vilja helst vera laus við þá "rússíbanareið", sem íslenska krónan er. Það er einfaldlega rangt að krónan hafi dugað okkur vel hingað til. Hún er handónýt mynt. Hún kostar heimilin í landinu verulegar fjárhæðir í formi hærri vaxta vegna ótrausts gjaldmiðils.

Ef við tökum ekki upp traustari gjaldmiðil er hætt við því að við missum mörg útflutningsfyriritæki úr landi, sem vilja frekar starfa í landi með sama gjaldmiðil og helstu viðskiptavinir þeirra nota heldur en í landi með jafn ótraustan gjaldmiðio og íslenska króna er og einnig er hætt við að við missum stóran hluta af unga fólkinu úr landi, sem vill búa í landi með lægri vexti af húsnæðilánum sínum en hægt er að bjóða þegar tekin eru lán í örmynt eins og krónunni.

Hvað varðar það mál, sem fréttin hér er um þá eru ríki Evrópusambandsins einfaldlega að verja stöðugleika Evrunnar með því að halda sig fast við þær kröfur, sem nú eru fyrir því að þjóðr geti tekið upp Evru. Það að halda því fram að við getum ekki staðist þessi skilyrði næstu áratugina er full mikill bölmóður enda eru helstu stoðir okkar efnahagslífs traustar. Þó ákveðnar Austur Evrópuþjóðir eigi í vanræðum með það í miðri kreppu þá er langt frá því að um óuppfyllanleg skilyrði sé að ræða.

Sigurður M Grétarsson, 2.3.2009 kl. 03:34

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrirtæki í útflutningi hér á landi væru sennilega flest eða öll gjaldþrota ef við hefðum verið með evru eins og formaður LÍÚ hefur t.a.m. bent á.

Útflutningsfyrirtæki á evrusvæðinu hafa á undanförnum árum átt erfitt vegna hás gengis evrunnar (sem hefur annars í gegnum tíðina gengið upp og niður eins og hjá öllum öðrum gjaldmiðlum). Nú er t.a.m. útflutningsgeirinn í Írlandi að dragast verulega saman af þessum sökum sem aftur mun að öllum líkindum þýða að Írar verða enn lengur að ná sér á strik aftur en ella.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 09:17

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haraldur:
Einmitt, evran myndi einfaldlega festa kreppuna í sessi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 09:18

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Írar til að mynda eru að missa atvinnugreinar úr landi þrátt fyrir evru og kannski vegna evru.  Viðvarandi atvinnuleysi í flestum ESB-löndum er ekki eitthvað sem við vildum hafa hér.  Vill fólk virkilega hafa viðvarandi 10-15% atvinnuleysi, ætli við yrðum sátt við það?

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.3.2009 kl. 09:47

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Haraldur. Megnið af okkar útflutningi er til Evru landa þannig að hátt gengi Evrunnar hefur lítið að segja í því efni. Einnig er vert að hafa í huga að almennt er mjög stór hluti af kostnaði við íslenska útflutningatvinnuvegi erlendur kostnaður. Til dæmis er um eða yfir helmingur af kostnaði við útgerð erlendur kostnaður. Það fer að einhverju leyti eftir því hvort útgerðin er fjármögnuð með erlendum eða innlendum lánum hversu hátt hlutfall sá kostnaður er.

Höfum einnig í huga að fyrir ungar barnafjölskyldur með skuldettar íbúðir má gera ráð fyrir að sparnaður vegna lækkunar á landbúnaðarvörum og vöxtum muni nema allt að eins mánaðar launum eftir skatt á ári. Þetta setur væntanlega minni þrýsting varðandi laun.

Við skulum líka hafa það í huga að gengissig og verðbólga án samsvarandi launahækkana er einfaldlega launalækkun. Það er alveg hægt að lækka laun beint eins og að gera það óbeint með þessum hætti ef það er að gera útaf við útflutningsgreinar.

Tómas Ibsen. Atvinnuleysi er mjög mismikið milli ESB ríkja. Það er því ekkert ESB atvinnulesi frekar ein eitt ESB veðurfar. Það er því ekkert, sem bendir til þess að ESB aðild muni auka atvinnuleysi á Íslandi.

Sigurður M Grétarsson, 2.3.2009 kl. 12:03

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Sigurður M: Verðbólga er alltaf vágestur, sama hvað gjaldmiðillinn heitir. Hún endurspeglar sýkingu í hagkerfinu sem þarf að lækna. Þú gerir það ekki með því að skipta um peningaseðla, ekki frekar en að lækna innanmein með því að setja plástur á hnéð.

Það er hægt að ná niður vöxtum eins og í Grikklandi, með því að taka upp evru. En það er skammgóður vermir eins og hin kaldi raunveruleiki sýnir. Það þarf að lækna meinið með því að ná niður verðbólgunni. Ekki bara setja plástur og breyta bólgunni í atvinnuleysi. Það yrði bæði viðvarandi og skemmandi.

Eflaust er dýrt fyrir fámenna þjóð að hafa eigin gjaldmiðil. En hvað kostar að henda honum fyrir evru? Það er kostnaður sem ekki verður eingöngu reiknaður í krónum og aurum. Sá reikningur yrði bæði stór og ljótur.

Þó hér sé mikið atvinnuleysi núna í miðri kreppu á ekki að láta það hræða okkur út í panikkviðbrögð. Þegar atvinnleysið fór í 6,4% um áramótin supu menn hvelju, eðlilega. Má þá benda á að frá árinu 2000 hefur meðal atvinnuleysi í Evrópuríkinu aldrei náð að komast niður í 7%. Þá erum við að tala um kreppulaust og góðærin meðtalin. Hvað er það annað en viðvarandi kreppa?

Haraldur Hansson, 3.3.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband