Það sem þeir vilja, vilja þeir ekki.

Það kemur alltaf betur og betur í ljós að Sandfylkingin veit ekki hvað hún vill.

Sandfylkingin vill að við göngum í ESB, en eru mótfallin þeim lögum og reglugerðum frá ESB sem þó hafa verið þröngvuð upp á okkur í gegnum EES samninginn.

Ríkisstjórn Sandfylkingar og VG vill ekki hlusta á það sem ESB hefur um regluverk Seðlabanka að segja.  Reglur um bindiskyldu bankanna eru skírar í ESB, en Sandfylkingin vill ekki að það eigi við hér.

Skildi vera að ef Sandfylkingafólkið færi nú að skoða "kosti" ESB í stað þess að vilja bara ganga þar inn hugsunarlaust, að þá kæmist það að raun um að það eru ekki svo miklir kostir við að ganga í þann klúbb.

Ég fyrir mitt leiti er alltaf að verða sannfærðari um það, eftir því sem ég fylgist meira með fréttum af því sem er að gerast innan ESB, að ég vil alls ekki að við göngumst þeirri ófreskju á vald.

Það yrði þvílík sóun á fjármunum að fara í eitthvað samningsferli vitandi að þjóðin er mótfallin inngöngu og eiða í þá vinnu hundruðum milljóna ef ekki milljörðum.

Flokkur sem talar mikið um lýðræði, ber sér á brjóst og þykjast vera talsmenn lýðræðis, vill ekki lýðræðislegar kosningar um það hvort við eigum yfir höfuð að sækja um aðild eða ekki.  Sandfylkingin er ekki lýðræðislegur flokkur og er ekkert annt um lýðræði, nema bara á yfirborðinu.

Sandfylkingin er flokkur skrumskælingar og blekkingar.  Lýðræði, réttlæti og jöfnuður á ekki við um þann flokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæl Sigurbjörg.

Ég ætla ekki að gera lítið úr því að ég get verið hortugur.  En í mínum huga og margra annarra þá er flokkurinn sem þú nefnir hópur af fólki í sífeldum sandkassaleik.  Þegar þeir eiga í erfiðleikum í að sameinast í að berja á andstæðingum sínum þá berja þeir bara hver á öðrum.  Fékk formaðurinn að kenna á því þegar hún lá veik á sjúkrahúsi erlendis, þá fór allt í háaloft í tryllingslegum sandkassaleik.  Því er það svo að í mínum huga er þetta ekkert annað en Sandfylking.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.2.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband