Hvar er björgunarleiðangurinn?

Þingmenn með ríkisstjórn í broddi fylkingar hafa barið sér á brjóst og látið í sér heyra "Nú þarf að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum.  Hlúa þarf að sprotafyrirtækjum". 

Þvílíkt froðusnakk!!!  Hvar er öll hjálpin?  Hvar eru björgunaraðgerðirnar?  Halda menn virkilega að með því að fresta því að gerða menn gjaldþrota að þá sé öllu borgið?  Af hverju hefur vægi verðtryggingar ekki verið minnkað?  Hvar eru hjálpin við fyrirtækin?  Hvar er aðstoðin við sprotafyrirtækin? 

Það er ekki nóg að hafa hátt og segja falleg orð, það þarf að framkvæma. 

Ég veit um sprotafyrirtæki sem er að skila inn miklum gjaldeyri og hefur möguleika á að skila inn miklu meiri gjaldeyri, fyrirtæki sem er ekki stórt en er með rúm tuttugu manns í vinnu.  Þetta fyrirtæki fær enga fyrirgreiðslu.  Bankaþjónustan sem fyrirtækið fær rétt nægir til að halda hjólunum gangandi.  Aðra fyrirgreiðslu er hvergi að fá.

Það virðist vera miklu mikilvægara að leggja 13milljarða í Tónlistarhús.  Sú bygging og sú starfsemi sem þar kemur til með að fara fram á bara eftir að skila auknum útgjöldum úr ríkissjóði.  Tónlistarhús kemur ekki til með að skila neinum gjaldeyri í þjóðarbúið.  Það hefði verið nær að setja 200 til 300 milljónir í að loka húsinu og geyma það síðan þar til að hægt verði að ljúka við það á betri forsendum en við höfum í dag. 

Nær hefði verið að leggja 13milljarða í að hjálpa fyrirtækjum í neyð, aðstoða sprotafyrirtæki og vinna að öðrum verkefnum sem eru brýn í þjóðfélaginu s.s. umferðaröryggi og margt fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband