Nokkrir áratugir

Yrði það nokkuð slæmt fyrir okkur þó við færum nokkra áratugi aftur í tímann hvað efnahag og velsæld áhrærir???  Við höfðum það ekki slæmt fyrir tuttugu til fjörutíu árum síðan.  Við hefðum bara gott af því að hafa aðeins minna milli handanna og læra að vera þakklát fyrir það sem við höfum, frekar en að vera í sífellu að slægjast eftir meiru full af græðgi.

Auðvitað þurfum við að hlúa að þeim sem minna mega sín, fjölskyldufólki og þeim sem eru skuldsettir.  Það er nokkuð sem breytist ekki og aldrei má það gerast að þeir sem þannig er fyrir komið verði vanræktir.

En það að þjóðfélagið hafi minna umleikis, drepur engan.  Við komum bara til með að meta þá hluti sem skipta máli, fjölskyldan, ættingjar og vinir, líf og heilsa.  Við verðum bara sterkari á eftir.

Við höfum alla burði til að vinna okkur upp að nýju, minnug erfiðleikanna sem við göngum nú í gegnum og vonandi lært af mistökunum.  Þó svo að sú uppbygging taki einhverja áratugi, so what!  Við þurfum bara að standa saman sem þjóð, halda í vonina og horfa fram á veginn með von í brjósti fyrir afkomendur okkar.

Ef við ætlum að sökkva okkur niður í vonleysi og depurð, þá getum við alveg eins grafið okkar eigin grafir.  Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 165943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband