Nýtt Ísland ! ?

Þessa dagana kallar fólk eftir Nýju Íslandi.  Ég er því algjörlega ósammála.  Nýja Ísland varð til upp úr s.l. aldamótum og lést skyndilega ungt að aldri.  Dauðdaginn varð sviplegur og fékk á alla landsmenn.  Við erum enn í sorg og söknuði eftir fráfall Nýja Íslands.

Það sem ég vildi miklu frekar sjá er Ísland þar sem gömlu góðu gildin væru tekin upp að nýju.  Gildi sem byggjast á kærleika, friði, virðingu, skilningi, hjálpsemi, gildi þar sem fólk tekur upp á því að nýju að heimsækja hvert annað og vinatengsl byggð upp.  Gildi þar sem fólk stendur saman og stendur með þeim sem lenda í hremmingum hverskonar.  Gildi þar sem fólk, í stað þess að hafa af náunganum með góðu eða illu, hjálpi öðrum og blessi þess í stað.  Gildi þar sem nægjusemi er í fyrirrúmi frekar en heimtufrekja og vilji til að vera bestur og flottastur, þar sem samanburður víkur fyrir því að gleðjast með þeim sem vel gengur.

Ég vil fá þetta gamla góða Ísland aftur, það var til og það þrái ég að sjá endurreist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband