Tónlistarhúsið

Nú í kreppunni, þegar fjárlagavaldið keppist við að draga úr óþarfa útgjöldum, spara og hagræða, ætlar ríkið, ásamt Reykjavíkurborg, að setja 13milljarða í nýja tónlistarhúsið.

Ég get tekið undir það að það þarf að skapa fólki vinnu, en við þurfum einnig að afla þjóðinni tekna.  Það þarf greinilega meiri víðsýni.

Væri ekki nær að setja fjármuni t.d. í að fullvinna sjávarafla, eins og vinur minn Birkir Kristjánsson er að gera suður í Grindavík.  Biddi [Birkir] er að gufusjóða og léttreykja lifur, setja í neytendaumbúðir [dósir] og selja til meginlands Evrópu við góðan orðstír.  Hann er með tuttugu manns í vinnu.  Fyrirgreiðslan sem hann fær, frá bönkum eða hinu opinbera, er kr. 0.  Biddi og tengdafaðir hans hafa verið að byggja þetta fyrirtæki upp s.l. tvö ár og öll uppbygging og breytingar eru teknar beint út úr fyrirtækinu, eftir að þeir voru búnir með það fé sem þeir settu sjálfir í fyrirtækið.

Það eru mun fleiri möguleikar til atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflunar.  En tónlistarhús mun bara verða kostnaðarbaggi á ríkinu til frambúðar.

Að sjálfsögðu væri hægt að veita mönnum vinnu við tónlistarhúsið, við það að loka því á þann veg að það verði ekki fyrir skemmdum.  Það mætti alveg fara í það allt að 300 til 500 milljónir.  Síðan þegar við erum orðin rík á nýjan leik, mætti klára óskapnaðinn.

Það er margt annað sem hægt væri að gera og framkvæma til að bæta og hagræða til að auka gæði og hagkvæmni til lengri tíma litið.

Ég hefði ekki trúað því að Vinstri grænir væru til í að sólunda 13milljörðum á tímum sem þessum.  Þeir hefðu örugglega látið í sér heyra í stjórnarandstöðu jafnvel þó um góðæri væri að ræða, en nú þegar að þrengir ætla þeir, með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar, að láta almenning blæða. 

Það var þeim líkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 165939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband