Stjórnlagaþing

Ég get verið sammála þeim sem segja að við þurfum að endurskoða stjórnarskrána.  Þar er örugglega margt sem má betur fara og hægt að laga, nú eða gera nýja alveg frá grunni.

En er þetta akkúrat tíminn til þess??  Er ekki búið að vera of mikið rót í þjóðfélaginu??

Ég tel að við þurfum að koma okkur öll niður á jörðina og fara síðan í þetta þarfa verkefni af yfirvegun og ekki með neinum asa.

Ég óttast það helst að æðibunugangurinn, sem virðist hrjá svo marga þessa dagana, verði til þess að búið verði til eitthvert óargar dýr.  Stjórnarskráin þarf að vera þannig úr garði gerð að stór meirihluti þjóðarinnar geti samþykkt hana, svona 2/3 eða 3/4.

Í upphafi næsta árs ætti Alingi að koma sér saman um stjórnlagaþing sem kosið yrði til vorið 2010.  Vonandi verðum við þá komin yfir erfiðasta hjallann [er þó ekki viss] í þeim málum sem við erum að eiga við í dag.  Stjórnlagaþingið fái síðan 12 til 18 mánuði til að ljúka verkinu.  Ef síðan Alþingi samþykkir útkomuna þá verði þjóðinni leyft að segja sitt álit í atkvæðagreiðslu.  Ef 2/3 eða 3/4, eftir því hvað ákveðið verður.  Boðið yrði til kosninga 2012 hvort heldur stjórnarskráin verður samþykkt eða felld í þjóðaratkvæðisgreiðslu. 

Ef þjóðin samþykkir stjórnarskránna kæmi í hlut nýs þings að virkja hana formlega, ef þjóðin hafnar henni yrði nýtt stjórnlagaþing kosið samhliða Alþingiskosningum.

Það þarf að vanda vel til verka, vinna hlutina í friði og sátt svo að allir gætu við unað.  Með óðagoti, flýti óvönduðum vinnubrögðum er hætt við enn frekari sundrungu meðal þjóðarinnar.  Við megum ekki við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband