17.2.2009 | 21:07
Það lá við kjarnorkuslysi
Hvar eru náttúruverndarsinnar, friðarsinnar, hernaðarandstæðingar, aðgerðarsinnar, Árni Finnsson, Sigurður Rúnar og allir þeir sem vilja standa fyrir "náttúruvernd, heimsfriði og réttlæti" núna????
Af hverju safna þeir ekki liði í Washington, Moskvu, London, París og öðrum höfuðborgum þeirra ríkja sem eru með höfin full af kafbátum sem innihalda trúlega þúsundir kjarnavopna, til að mótmæla framferði þessara kjarnorku þjóða.
Ef slys á borð við það sem átti sér stað suður í Atlantshafi verður til þess að kjarnorka fer út í hafið, þá verður óþarfi að krefjast þess að hvalir eða önnur sjávardýr verði friðuð. Þá getum við lagt skipaflotanum, hætt að veiða fisk og leggja sjávarafurðir okkur til munns.
Þeir sem leggjast til sunds í Nauthólsvíkinni geta gleymt því og farið að leggja stund á eitthvað annað fjarri sjónum.
Það er alveg forkastanlegt að "stórþjóðir" heims skuli leyfa sér slíkt. Hugsið ykkur að þessir tveir kafbátar sem rákust á voru með hátt í tvöhundruð kjarnavopn innanborðs. Hversu margir slíkir kafbátar skildu vera á siglingu um höfin???
Hvernig ætli staðan sé með rússneska kafbátinn sem liggur á hafsbotni norður í Barentshafi? Hvenær ætli geislavirkni fari að leka frá honum út hafið og breiðast þaðan út á viðkvæmar fiskislóðir?
Ég held að þetta fólk sem ég nefndi hér að framan ætti að snúa sér að því sem skiptir mestu máli, þ.e. það sem skiptir alla heimsbyggðina máli en ekki bara einhverja útvalda og tilbúna sérhagsmuni. Það skiptir alla konur og kalla, unga sem aldna, hvíta sem svarta, gula sem rauða, það skiptir alla máli, hvort sem fólk lifir nálægt heimsins höfum eða fjarri þeim. Stórt kjarnorkuslys kæmi til með að hafa alvarlegar afleiðingar á allt vistkerfi jarðarinnar.
Það myndi þýða að veruleg fólksfækkun yrði á jörðinni, sem og fækkun allra dýra til lands og sjávar.
Stjórnvöld þurfa að taka sig saman. Stjórnvöld allra þjóða sem ekki nota kjarnorku, hvort heldur er til hernaðar eða "friðsamlegra" nota þurfa að koma sér saman og notast við Sameinuðu þjóðirnar, kannski eitthvað gott gæti komið út úr þeim [þ.e. SÞ] og herja á kjarnorku þjóðir jarðarinnar og láta BANNA notkun kjarnorku í eitt skipti fyrir öll.
"Banna kjarnorku" segirðu? Já!!! En hvað með kjarnorku til friðsamlegra nota eins og til raforkuframleiðslu? Já, banna hana líka. Það er bara tímaspursmál hvenær mörg þessara gömlu kjarnorkuvera fara að gefa sig. Við höfum því miður skelfilegt dæmi um slíkt. Kjarnorkuverin eru ekki komin til að vera að eilífu, það kemur að því að eitthvað gefur sig, eitthvað fari úrskeiðis og afleiðingarnar verða skelfilegar. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.
Nú sem sagt er kominn tími til fyrir þá sem alltaf eru að mótmæla að þeir taki sig saman með stjórnvöldum, Hörður Torfa má vera með, og herji á kjarnorkuveldin. Það má nota tilefnið sem varð fyrr í mánuðinum og safna liði. Stjórnvöld kjarnorkulausra landa og ofanritaðir. Þið munið fá fjölda fólks með ykkur í lið, það er víst.
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.3.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 194
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 135
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.