Er verið að fórna Jóhönnu

Það vekur athygli mína að Ingibjörg Gísladóttir hefur alveg haldið sig til hlés og það er eins og hún hafi hreinlega gleymst.  Ég veit að hún hefur átt við sjúkdóm að stríða og er að ná sér eftir erfiðar læknismeðferðir.  En það læðist að mér sá grunur að hún sé viljandi að halda sér til hlés meðan að þessi ríkisstjórn gengur sitt stutta skeið.

Ætli Ingibjörg geri sér ekki grein fyrir því að þeir sem axla ábyrgð þessarar ríkisstjórnar munu ekki komast vel frá henni og þá er gott að láta einhvern annan taka á sig skellina sem óhjákvæmilega hljóta að koma.  Þá er gott að hafa einhvern sem Jóhönnu, einhver sem er óþægilegur í þingflokknum, einhver sem gott verður að vera laus við eftir kosningar.

Getur verið að Jóhanna taki við skipunum og/eða leiðbeiningum frá Bessastöðum.  ORG virtist ógurlega glaður fyrst eftir að ný stjórn var mynduð, en nú síðustu daga hefur honum tekist að slá herfilegar fals nótur svo ekki sé meira sagt.

Ríkisstjórn Sandfylkingar og VG er eitt allsherjar klúður og sama má segja um forsetann, hann er eitt allsherjar klúður.  Ég held að ORG hljóti nú alvarlega að hugsa sinn gang vilji hann ekki að hans verði minnst á sama hátt og Georg W. Bush, þ.e. manninum sem klúðraði forsetaembættinu og eyðilagði orðstír Bessastaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Er forsetinn ekki kominn í vinsældasamkeppni við Spaugstofnuna?

Jónas Egilsson, 13.2.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hann hefði átt að gerast skemmtikraftur

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.2.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband