Gnístran tanna.

Til er sá staður þar sem enginn vill vera á og talað er um að þar sé staður sem gnístran tanna mun ergja menn öllum stundum.

Á þessum stað ríkir ótti og þar er staður sem hver og einn er án vina og ættingja. Þar er vanlíðan engin gleði engin hamingja, þar er hver og einn einn fyrir utan þá sem vilja gera honum illt til. Þarna er mikill og óbærilegur hiti.

Jesús Kristur talaði um þennan stað og Hann bauð okkur úrlausn svo við þyrftum ekki að lenda á þessum óheilla stað. Jesús sagði: „...ég er ekki kominn til að dæma heiminn heldur til að frelsa hann“. Jesús sagði einnig: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“.

Ef við viljum eiga örugga framtíð þurfum við að beina sjónum okkar til Jesú Krists, Hann kom ekki til að dæma okkur heldur til að frelsa okkur, dómurinn er ekki í Hans höndum en dómurinn felst í því hvort við fylgjum Orðum Hans eður ei. Orð Jesú Krists sem við getum lesið um í Biblíunni eru þau sem munu dæma okkur á efsta degi.

Hvað gerum við með Orð Hans, móta þau okkur, hugsanir okkar, orðin sem við látum líða af munni okkar eða hvað við aðhöfumst? Með því að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara okkar, lesum Orðið Hans, biðjum til Guðs föður okkar og til Jesú frelsara okkar og leifum Honum að móta okkur öðlumst við eilíft líf.

Höfnum við Jesú Kristi og Orði Hans er það dauðinn sem skilur okkar að frá Guði. Dauðinn er fjarvera frá Guði en lífið er návist við Guð. Minnumst þess að hvert og eitt okkar erum lifandi verur sem ekki munu nokkru sinni útrýmast, við erum og verðum alltaf til, í návist Guðs eða fjarri Honum.

Hvar vilt þú vera???


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

i návist hans TÓmas! 

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2025 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 167230

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband