Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega

Allir þeir sem sjá og lesa orð Sigmars Guðmundssonar, sem skipar annað sæti lista Viðreisnar í Kraganum, ættu að sjá að Viðreisn er ekki flokkur til að kjósa. Það dettur engum í hug að innganga í ESB og ég tala nú ekki um upptöku evru sem gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar, muni breyta neinu til batnaðar hér á landi. Vísitala og vextir í ESB ríkjum eru ekki allir eins á milli landa, það dettur engum í hug að vísitala og vextir í löndum eins og Ítalíu, Póllandi og víðar séu eins og vísitala og vextir í Þýskalandi.

Fólk sem vill lægri vísitölu og vexti ættu að snúa sér að Lýðræðisflokknum og kjósa þann flokk á Alþingi, en þar eru menn með hugmundir um lækkun vísitölu og vaxta okkur öllum til hagsbóta. ESB kemur þar hvergi nærri í þeim vangaveltum.


mbl.is Skýr vilji til að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum deila landsmenn ekki þessari skoðun á Viðreisn með þér Tómas 
en nafni þinn var  líka kallaður efasemdarmaðurinn í biblíunni

en vonandi sjá menn (líkt og Tómas lærisveinn) ljósið þegar þeir mæta í kjörklefann

Grímur Kjartansson, 22.11.2024 kl. 22:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að hlusta á LYGAVAÐALINN ÞVÆLUNA í manninum í þessu viðtaki e bara átakanlegt en þetta er bara það sama og kemur frá öðrum INNLIMUNARSINNUM  en ég er alveg hissa á að LÝÐRÆÐIS og SJÁLFSTÆÐISSINNAR eins og til dæmis HEIMSÝN gefur sig út fyrir að  vera, skuli LEIÐRÉTTA SVONA BULL og VITLEYSU..........

Jóhann Elíasson, 23.11.2024 kl. 06:12

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér kæmi ekki á óvart að kjósendur eigi eftir að vaða áfram í villu og svima, -því miður, þeir tekja sig svo taktíska.

Magnús Sigurðsson, 23.11.2024 kl. 06:24

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sælir félagar og þakka ykkur fyrir athugasemdir ykkar.

Hann nafni minn, lærisveinn Jesú Krists, sá ljósið og ákallaði Jesú sem Drottinn sinn og Guð. En því miður, ef kannanir reynast réttar, þá lítur ekki vel út á landi okkar. Við þurfum flokk og fólk sem tekur á málum en halda ekki bara út áróðri sem engu skilar. Maður horfir á með forundrun leiðtoga flokkana segja eitt og annað sem aldrei mun taka á þegar á þing er komið, en almennir kjósendur láta plata sig enn og einu sinni og kjósa enn eina delluna yfir sig.

Vitleysan sem kemur frá Viðreisn ætlar engan enda að taka, þeir vilja setja okkur undir erlent yfirvald sem hafa enga sýn á það sem íslenskt er. Guð forði okkur frá slíku.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.11.2024 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 165949

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband