Blaðamaður frá Jemen hefur lög að mæla, hann veit hvað klukkan slær.

14 Desember 2023 10:21:31 PM

Blaðamaður frá Yemen kemur með mikilvæg skilaboð sem allir ættu að íhuga

Til þeirra sem veifa Palestínska fánanum: Hvar voruð þið þegar ISIS var stofnað í nafni íslams og afhöfðaði tugi þúsunda araba í Lýbíu, Sýrlandi og Írak? Af hverju fóruð þið ekki út á götur og veifuðu fánum þeirra og fordæmduð hryðjuverkin og hrópuðuð á vopnahlé?

Hvar voruð þið þegar arabískir einræðisherrar og hryðjuverkamenn drápu hundruð þúsunda araba í Sýrlandi og Lýbíu? Af hverju fóruð þið ekki út á götu þá? Veifuðu fána Sýrlands og fána Líbíu og fordæmduð hryðjuverkin og hrópuðuð á vopnahlé?

Hvar voruð þið síðasta áratuginn, þegar Sádí-Arabía drap og svelti yfir 400 þúsund íbúa Yemen með stuðningi annarra arabaríkja? Landið mitt. Ég sá engan ykkar fara út á götur eða halda á fána Yemen eða fordæmda hryðjuverkin og kalla á vopnahlé?

Þetta er ástæða til umhugsunar: Þegar milljónum araba er slátrað af öðrum aröbum, þá segið þið ekki neitt. En þegar gyðingar drepa 7 þúsund araba til að verja rétt sinn til að lifa, þá gerið þið uppreisn, verðið reið. Þið haldið á fána, þið fordæmið ógnina, þið krefjist vopnahlés. Þið snúið heiminum á hvolf… Af hverju?

Af hverju voruð þið svo þögul þá en svo háreist núna? Getur það verið að þið séuð að lokum að hefja fánann og skapa öngþveiti, vegna þess að þið hatið einungis, þegar gerendurnir eru gyðingar?

Heyra má og sjá boðskap blaðamannsins á myndskeiðinu hér að neðan:

 


​


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 165622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband