Félagið Ísland-Palestína á villigötum.

Árið 1948 samþykktu SÞ með dyggum stuðningi Íslands að afhenda Gyðingum einskissanns land fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísrael hafði áður verið.

Rithöfundurinn Mark Twain heimsótti "Palestínu" árið 1867. Það sem blasti við honum var ekki fögur sjón, hann lýsti landinu sem það sæti í "sekk og ösku", það voru hans orð. Landið var auðn og hann gat ekki séð að þarna væri hægt að lifa, þarna greri ekkert og helsta fólkið sem hann rakst á voru fornleifafræðingar og aðrir sem voru að leita að Biblíulegum sögu stöðum.

Eftir helförina flykktust Gyðingar til "Palestínu" sem þeim var úthlutað af SÞ. Gyðingar komu frá Þýskalandi, öðrum Evrópulöndum, austantjalds löndum, Rússlandi, arabalöndum og múslímalöndum, þeim var ekki vært í þessum löndum sökum ofsókna og ofbeldis.

Árið 2005 lét Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels fjarlægja 8000 Gyðinga af Gaza svæðinu með valdi. Sharon hafði samið um frið við "Palestínsk" yfirvöld og framlag Ísraels var þessi flutningur Gyðinga frá Gaza. Þessi aðgerð var mjög umdeildur í Ísrael og einkum meðal þeirra sem flutt voru með valdi af heimilum sínum. "Palestínumönnum" var afhent þetta svæði sem Gyðingarnir bjuggu á og þar sem þeir höfðu komið sér vel fyrir. Maður hefði haldið að "Palestínumennirnir" hefðu tekið híbýlum Gyðinga fegins hendi þar sem þeir höfðu komið sér vel fyrir, en nei þeir létu eyðileggja byggingarnar og vildu ekkert með þær hafa eða þau gæði sem Gyðingarnir höfðu komið sér upp á þeim stöðum þar sem þeir bjuggu.

Hamas og aðrir hryðjuverkahópar hafa í mörg ár ráðist á óbreytta borgara í Ísrael, þeir vilja útrýma þeim og taka yfir land þeirra. 7.október s.l. gerðu Hamassamtökun hræðilegustu árás sem Ísrael hefur orðið fyrir síðan helförin átti sér stað. Ljóst er að þessar aðgerfðir hafa verið í undirbúning um langan tíma.

Þegar Ísrael hóf árás á Gaza dreifðu þeir miðum yfir Gazaborg þar sem þeir hvöttu óbreytta borgara til að yfirgefa borgina og fara til suðurs í átt að Egyptalandi eða á öruggari svæði við ströndina. Þeir hvöttu fólkið til að nota ákveðna vegi og myndu þeir leyfa fólkinu að ferðast þar um án þess að á það yrði ráðist. Hamas hins vegar vildi ekki leyfa fólkinu að fara, það átti sem sagt að vera vörn þeirra, mannlegir skyldir. Hryðjuverkasamtökum er alveg sama um óbreytta borgara, konur, börn og gamalmenni, hvort heldur á meðal andstæðinga eða úr þeirra eigin röðum. Þessi öfl eru djöfulleg og þeim þarf að útrýma, ef það verður ekki gert núna mun sami leikurinn endurtaka sig þó síðar verði, en það er einmitt það sem gerðist núna. Ísrael hefur ítrekað samið um frið, en andstæðingar þeirra hafa ekki verið einlægir, í þeirra huga er friður tími til að undirbúa nýja árás.

"Palestínuvinir" hér á landi og víðast hvar vilja að Ísrael láti "Palestínumönnum" eftir landið, þeir vilja ýmist útrýma þeim eða hrekja þá á brott. Gott og vel, hvert eiga þeir að fara??? eigum við ekki bara að bjóða þeim 7 milljónum Gyðinga hingað til lands??? landið virðist hvort er eð opið fyrir öllum sem hingað vilja koma. Myndi Sveinn Rúnar og félagar hans ekki taka þeim fagnandi, með pomp og prakt er þeir koma hópum saman á flugvöllinn í Keflavík??????

Bjóðum þeim að koma, þó það væri ekki nema ein milljón Gyðinga, það væri fengur að fá þá. Gyðingar eru mjög vel gefnir og gáfaðir, það væri örugglega hægt að finna þeim góðan stað hér á landi, við gætum lifað í friði við þá og þeir við okkur.


mbl.is Skyndimótmæli eftir að Ísland sat hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Aldrei þessu vant get ég skilið íslensk stjórnvöld.  Sitja bara hjá, taka ekki þátt í neinni vitleysu sem kemur þeim ekki við.  Mættu gera meira af þessu.

Ísland-Palestína er eins og aðrir slíkir hópar (allir eins, merkilegt) gjörsamlega veruleikafyrrtir.

Allir lifa í einhverri fortíð sem aldrei var, enginn hugsar í raunheimum, og alls ekkert spökulerað í framtíðinni.  OG tengdir við hryðjuverkasamtök líka.  Genius.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2023 kl. 20:40

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Ásgrímur, takk fyrir innlitið og skrif þín. Sorglegt er hversu margir eru blindir á sannleikann og láta leiðast af almannaálitinu en þora ekki að hafa sjálfstæða skoðun á hlutunum. Það er auðvelt að fylgja fjöldanum og láta leiða sig út í tóma vitleysu þegar maður þorir ekki að hafa skoðun sem fellur ekki að pólitískum rétttrúnaði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.10.2023 kl. 23:56

3 Smámynd: Loncexter

Á íslandi eiga ekki að vera palestínumenn eða gyðingar. Allt sem er ,,non christian" getur stórskaðað land vort fyrr eða síðar. Lærum eitthvað af G.T áður en vinstrið bannar það alveg.

Loncexter, 29.10.2023 kl. 11:17

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarfur og góður pistill Tómas og vonandi verður hann til þess að opna augu Íslendinga fyrir því hversu mikið skaðræði þessi samtök Ísland - Palesína (Ísland - Hamas) eru.....

Jóhann Elíasson, 29.10.2023 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 165624

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband