10.11.2020 | 23:33
Þáttur fjölmiðla. Hver er ábyrgð þeirra??? Hvernig má láta fjölmiðla bera ábyrgð á því sem frá þeim kemur??????
Það er neyðarlegt að sjá viðbrögð Demókrata og fjölmiðla við þeirri kröfu Trumps að vilja láta rannsaka kosningasvik. Eftir að Trump var kjörinn forseti 2016 viðurkenndu hvorki Demókratar né fjölmiðlar sigur hans. Fulltrúadeild Bandaríska þingsins þar sem Demókratar voru í meirihluta héldu hverja rannsóknanefndina af fætur annarri til að sanna að Trump hafði stolið sigrinum af Hillary Clinton, en þeim tókst ekki að sanna eitt eða neitt af þeim ásökunum. Robert Muller var fenginn til að komast til botns í afskiptum og samskiptum Rússa við Trump. Muller réð fjölda lögfræðinga sem allir voru stuðningsmenn Clinton og rannsökuðu spillingu Trumps út í æsar án þess að komast að niðurstöðu. Fjölmiðlarnir voru uppfullir af ásökunum í garð forsetans og hefur enginn forseti um víða veröld orðið fyrir eins miklum ofsóknum eins og Donald Trump.
Hunter Biden sem er sonur Joe Biden hefur verið uppvís að gríðarlegri spillingu í skjóli föður síns sem þá var varaforseti, en fjölmiðlar þegja þunnu hljóði um þann hrylling.
En hvernig ætli kosningarnar hafi nú farið vestur í Bandaríkjunum. Sumir segja að Biden hafi unnið og hann virðist trúa því sjálfur, en enn á eftir að fara í saumana á ýmsu sem upp kom í kosningunum. Minna má á að Al Gore neitaði að viðurkenna tap sitt í um 80 daga eftir kosningar er hann fór fram gegn Bush yngri.
Sjáið og hlustið á myndbandið hér fyrir neðan.
Neyðarlegt að Trump viðurkenni ekki ósigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 11
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 165359
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinnubrögð "GLÓPALISTANNA" og "FJÖLMIÐLA ÞEIRRA" opinberuðust heldur betur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og það sem meira er ÞAÐ SKÝRÐIST MEÐ ÓYGGJANDI HÆTTI HVERJIR FYLGJA STEFNU "GLÓPALISTANNA" OG ÞEIR BEITA ÖLLUM MEÐULUM TIL AÐ FRAMFYLGJA STEFNU SINNI.Að sjálfsögðu svarar ENGINN til ábyrgðar í þessu máli...........
Jóhann Elíasson, 11.11.2020 kl. 09:19
Hárrétt Jóhann. Trump var ógnun við glópalistana og er það enn. Það á eftir að koma í ljós svindlið og óheiðalegu kosningarnar af Demókrata hálfu. Verið er að safna gögnum sem lögð verða fram, ekki fyrir fréttamiðla heldur fyrir dómstóla. Fréttamiðlar hafa tekið að sér að vera dómstólar götunnar og hafa gersamlega fallið á prófinu. Þegar Trump verður svarinn inn í embætti annað sinn er fjölmiðlaveldið búið að vera.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.11.2020 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.