Er þjóðkirkjan á leið til glötunar ? ? ?

Það er virkilega sorglegt að horfa uppá hvernig komið er fyrir þjóðkirkjunni hún veit ekki lengur hvert hlutverk hennar er. Hún þekkir ekki þann Guð sem hún segist boða, á sama tíma segist hún (orð biskups) vera fyrir fólkið í landinu, en fólkið í landinu er eins og sauðir sem engan hirði hafa.

Í marga áratugi hef ég ekki orðið var við boðskap kirkjunnar þar sem talað er um synd, iðrun og fyrirgefningu syndar, að snúa sér frá hinu illa og leita Guðs og Hans vilja. Ég verð ekki var við boðskap þar sem fjallað er um fyrirheiti Guðs eða hvernig megi nálgast þau.

Þekkir kirkjan ekki þann Guð sem hún segist boða???????

Er kirkjan í eltingaleik við að þjóna tíðarandanum??? sá andi er ekki Guðs Andi heldur andi antikrists.

Er að furða að fólk er að flýja þjóðkirkjuna??? og ekki er að sjá að þeir sem yfirgefa hana séu að sækja í aðrar kirkjur.

Íslenska þjóðin þarf á Guði að halda, Hann er sá sem skapaði okkur mennina og vill eiga persónulegt samfélag við hvert og eitt okkar. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að Guð er raunverulegur Hann er persóna fullur af náð og kærleika en einnig réttlátur og heilagur. Við getum ekki komið fram við Guð eins og okkur sýnist, við þurfum að nálgast Hann af virðingu og í auðmýkt.

Guð skapaði okkur sem eilífðarverur, sá sem hafnar Guði mun ekki eyða eilífðinni í návist Hans, heldur þar sem allt hið gagnstæða við Guð er til staðar. Jesús talaði um þann stað þar sem grátur og gnístran tanna mun verða, staður einmannaleikans og sorgar staður. Ég trúi því ekki að nokkur vilji lenda þar, en það er í höndum hvers og eins meðan við erum hérna megin eilífðarinnar.

Orð Jesú voru ekki út í loftið, en þau eru sönn og rétt. Í Jóhannes 12.kafla segir Jesús: 46Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. 47Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. 48Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.

Ef kirkjunnar "þjónar" skilja þetta ekki er illa fyrir þeim komið, þeir þurfa að frelsast, eins og Jesús segir í 47.versinu hér að ofan. Jesús sagði einnig í 3.kafla sama guðspjalls: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju." hér er Jesús að tala um endurfæðinguna eða eins og hann segir einnig að frelsast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Á meðan að starfandi biskup leyfir hjónabönd samkynhneigðra

að þá þá hlýtur þjóðkirkjan að vera komin til heivítis.

Jón Þórhallsson, 29.10.2020 kl. 15:11

2 Smámynd: Loncexter

Kona með titilinn Biskup. Agnes... æj æj. Samþykkir auglýsingaherferð með mynd af Jesú sem trans !

æji hver ans..og svo vill hún þramma með í gleðigöngu.

Þessi biskupskvensa vill svo taka við fólki og umfaðma frá ríkjum islams, og hver verður ávinnungurinn af því ?

Eitthvað svipað og í Frakklandi ?

Nei þessi kona ætti frekar að taka við rekstri prjónastofu ef ég fæ einhverju ráðið.

Loncexter, 29.10.2020 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 165943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband