Boðskapurinn sem snertir alla og allir taka afstöðu til, vitandi eða óaðvitandi.

Þú kemst ekki hjá því að taka afstöðu. Ef þú segist vera hlutlaus og þú takir ekki afstöðu til málsins, þá ertu búinn að taka afstöðu.

Ef við tökum ekki afstöðu með Jesú, þiggjum fyrirgefningu hans fyrir syndir okkar og snúum okkur til Hans og fylgjum Honum, þá höfum við hafnað Honum. Það mun hafa eilífar afleiðingar fyrir okkur þar sem við erum eilífar verur, við höldum áfram að vera til eftir að þessu jarðneska lífi líkur.

Nú fara páskar í hönd þar sem við minnumst þess að Jesús Kristur var krossfestur, grafinn og Hann reis upp frá dauðum. Dauðinn gat ekki haldið Honum þar sem Hann var syndlaus. Við erum ekki syndlaus, en Jesús tók sekt okkar á sig, það gerði Hann á krossinum og Hann býður okkur eilífa vist með Honum þar sem friður, gleði, líf, hamingja og vinátta ríkir og þar sem sjúkdómar eru ekki til. Þeir sem hafna Jesú velja þann stað þar sem allt hið gagnstæða ríkir. Jesús sagði að þar mun verða grátur og gnístran tanna.

Veldu Jesú, Hann elskar þig og vill þér allt hið besta. Líf okkar hér á jörð er mjög stutt í samhengi við eilífðina. Þú skiptir máli fyrir Guði, Hann þráir samfélag við þig, Hann þráir að gefa þér það besta sem til er.

Hér fyrir neðan er myndband þar sem fjallað eru hver Jesús er. Það er Billy Graham sem talar. Hlustaðu og leifðu Anda Guðs að tala til þín.

GLEÐILEGA PÁSKA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband